9. Fundur

9. Fundur Öldungaráðs haldinn fimmtudaginn 18. apríl 2024 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins..

Fundarmenn

Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður,
Jóna Halldóra Tryggvadóttir, aðalmaður,
Gyða Sigríður Tryggvadóttir, aðalmaður,
Ólafur Bergmann Óskarsson, aðalmaður,
Kristbjörg Gunnarsdóttir, aðalmaður,
Sesselja Kristín Eggertsdóttir, aðalmaður,
Kristín R. Guðjónsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Henrike Wappler og Sigurður Þór Ágústsson.

Fundargerð ritaði: Sigurður Þór Ágústsson.

1.

Gott að eldast - 2310068

 

Henrike Wappler og Sesselja Kristín fóru yfir stöðu verkefnisins Gott að eldast. Undirbúningur fyrir samþætta heimaþjónustu sveitarfélagsins, heimahjúkrunar og dagdvöl gengur vel og stefnt að því að hún taki formlega til starfa næsta haust. Öldungaráð fagnar því að hægt verði að sækja þjónustu á einum stað. Einnig voru ræddar hugmyndir um nafn á þjónustuna. Öldungaráð leggur til að kallað verði eftir hugmyndum meðal íbúa. Henrike og Kristín fóru einnig yfir núverandi starfsemi og fjölda þjónustuþega.
Þá var rætt um möguleika og framtíðarsýn á akstursþjónustu. Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að hafa þjálfara til aðstoðar íbúum í íþróttamiðstöð, sérstaklega fyrir þrektækjasal. Öldungaráð vill annars hrósa opnunartíma og þjónustu í Íþróttamiðstöð.

 

   

2.

Framtíðarhúsnæði fyrir félagsstarf eldri borgara - 2404100

 

Öldungaráð Húnaþings vestra leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra hafi tryggt húsnæði fyrir umfangsmikið félagsstarf sitt. Öldungaráðið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarstjórnar Húnaþings vestra að félaginu verði tryggð afnot af hentugu húsnæði fyrir starfsemina sem allra fyrst. Ráðið telur að sveitarstjórn eigi að skipa sér í hóp þeirra sveitarfélaga sem hvað best gera í þessum efnum hvað varðar húsnæði, búnað og kjör.

 

   

3.

Hálkuvarnir við Nestún og víðar - 2404101

 

Öldungaráð hvetur sveitarstjórn til að huga betur að hálkuvörnum við Nestún. Sérstaklega á götunni að bílastæðum vestan við götuna. Einnig bendir öldungaráð á að brunnlok í gangstétt við Nestún er niðurgrafið og getur valdið slysum.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 11:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?