Heimilisfang: Hvammstangabraut 10, 530 Hvammstanga
Kt: 540598-2829
Sími: 451-2456
Netfang: tonlistarskoli@skoli.hunathing.is
Skólastjóri: Pálína Fanney Skúladóttir.
Sími: 867-7159
Netfang: palinaf(hjá)skoli.hunathing.is
Tónlistarskólinn var stofnaður 15. júní 1968.
Fyrstu árin starfaði skólinn í félagsheimilum sýslunnar.
Þann 20.mars 1984 var tónlistarskólanum afhent íbúðarhúsið að Hvammstangabraut 10 (Sólland) gegn eðlilegu viðhaldi. Hafði Ingibjörg Pálsdóttir umsjón með viðgerðum á húsinu.
Innritun og skólagjöld:
Innritun í Tónlistarskóla Húnaþings vestra fer fram rafrænt.
Nemenda ígildi á hverri námsönn eru um 100 til 110 og flestir eru þeir á grunnskólaaldri.
Dagatal 2023-2024
Gjaldskrá Tónlistarskóla Húnaþings vestra 2024
Skólastefna Tónlistarskóla Húnaþings vestra
Kennt er á öll helstu hljóðfæri auk söngs. Einnig gefst ungum nemendum færi á að vera í forskóla þar sem fleiri en einn nemandi stunda nám á sama tíma. Æskilegt er að sem flestir nemendur séu í heilu námi sem eru 60 mínútur á viku.
Samleikur/samsöngur styrkir samkennd nemenda og þjálfar tónlistarfærni. Bóklegar greinar eru kenndar samhliða hljóðfæranáminu. Kennt er eftir gildandi námskrám og samræmdu áfanga prófakerfi. Kennslan miðast alltaf við þroska og getu hvers nemanda.
Aðalnámskráin fyrir tónlistarskóla útgefin árið 2000, tekur á heildarstefnu tónlistarkennslunnar. Hún kveður á um aðbúnað tónlistarskóla, aðstöðu og kennslubúnað. Greinanámskrár tilgreina nám á hvert hljóðfæri fyrir sig ásamt bóklegum greinum.
Hljóðfæri og nótnasafn
Hljóðfæraeign og nótnasafn Tónlistarskóla Húnaþings vestra hefur fengið eðlilegt viðhald. Árlega er gerð fjárhagsáætlun fyrir tónlistarskólann og þar er ákveðin upphæð sem ætluð er í endurnýjun hljóðfæra og innanstokksmuna.
Foreldrafélag Tónlistarskólans
Foreldrafélagið hefur aflað tekna með páskaeggja bingói undanfarin ár og fært tónlistarskólanum gjafabréf fyrir ágóðanum af því. Er andvirði gjafabréfsins ávallt varið í hljóðfærakaup skólans. Fyrirtæki og einstaklingar hafa einnig gefið gjafir til starfsemi tónlistarskólans. Það ber að þakka.
Fastir viðburðir:
Í skólastarfinu eru ávallt jólatónleikar, vortónleikar og Tónlistardagurinn í lok febrúar. En þar leika nemendur tónlist fyrir héraðsbúa. Nótan, tónlistarkeppni tónlistarskólanna á landsvísu er nýtilkomin, og tekur Tónlistarskólinn í Húnaþingi vestra þátt þegar vegalengdir keppnisstaða eru innan skynsamlegra marka. Margir tónlistarskólar á landinu taka þátt í þessum viðburði.