Frístundastyrkur

Húnaþing vestra greiðir frístundastyrk fyrir börn frá fæðingu til 18 ára aldurs. Styrknum er ætlað að jafna tækifæri og auka möguleika barna og unglinga með löghemili í Húnaþingi vestra til að stunda íþróttir og tómstundir við sitt hæfi. Auk þess er honum ætlað að vera hvatning til heilbrigðrar tómstundaiðkunar, þátttöku barna og unglinga í félagsstarfi og til lækkunar á kostnaði heimila.

Við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert samþykkir sveitarstjórn Húnaþings vestra fjárhæð frístundastyrks næsta árs.

Fjárhæð styrks er kr. 25 þúsund fyrir hvert barn árið 2025.

Sótt er um frístundastyrk á íbúagátt Húnaþings vestra. Hægt er að sækja um styrk fyrir fleiri en eitt barn í einu. Frístundastyrkur miðast við almanaksárið en foreldrar og forráðamenn skulu þó vera búnir að ráðstafa styrknum fyrir 15. desember ár hvert fyrir líðandi ár.

Reglur um frístundastyrki eru hér.

Frístundastyrkir hafa vísan í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 1, 3 og 10.

 

Frístundastyrkir samræmast markmiðum um Heilsueflandi samfélag.

Var efnið á síðunni hjálplegt?