Skilnaðarráðgjöf Húnaþings vestra
Húnaþing vestra býður foreldrum 0-18 ára barna upp á sérhæfða skilnaðarráðgjöf.
Um er að ræða ráðgjöf, til að koma í veg fyrir og/eða til að draga úr ágreiningi foreldra sem standa í skilnaði eða hafa gengið í gegnum skilnað og vilja stuðla að betri foreldrasamvinnu með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.
Samvinna eftir skilnað (Samarbejde efter skilsmisse - SES) var upphaflega þróað í Danmörku og hafa rannsóknir sýnt marktækan mun á líðan þeirra sem taka þátt í verkefninu og þeirra sem ekki gera það. Um er að ræða gagnreynt námsefni sem er ætlað að hjálpa foreldrum við að takast á við breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita.
Foreldrum er bent á heimasíðuna: www.samvinnaeftirskilnad.is
Ef foreldrar telja sig þurfa meiri stuðning eða fræðslu eftir að hafa farið í gegnum námskeiðin á heimasíðunni stendur þeim til boða sérhæfð ráðgjöf hjá SES ráðgjafa Húnaþings vestra.
Það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum.
Hefur þú áhuga á að kynna þér málið?
SES ráðgjafi, Henrike Wappler tekur vel á móti þér, henrike@hunathing.is