Heimilisfang: Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Sími: 451-2607
Netfang: bokasafn@hunathing.is
Forstöðumaður: Sólveig Hulda Benjamínsdóttir
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga frá kl. 12:00-17:00
Bóka- og skjalasafn Húnaþings vestra er í góðu og hlýlegu húsnæði að Höfðabraut 6 á Hvammstanga, þar sem er gott að koma og setjast niður og lesa blöð og bækur.
Safnið hefur að geyma fjölbreytt úrval bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa. Notendum stendur til boða aðgangur að gögnum héraðsskjalasafns, en þar eru varðveittar upplýsingar af fjölbreyttum toga frá fyrri tíð. Notendur safnsins eiga þess kost að komast í tölvu- og netsamband gegn vægu gjaldi. Reynt er að veita notendum safnsins sem besta þjónustu.
Skráningarvefur Héraðsskjalasafns Vestur-Húnavatnssýslu. HÉR getur þú skoðað gögn sem varðveitt eru á Héraðsskjalasafni Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga. Vefurinn er á byrjunarstigi en von bráðar verður hægt að skoða hér fjölbreytt efni.
HÉR kemstu inn á Facebook síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþing vestra, en þar má finna ýmsar upplýsingar og sjá nýjustu fréttir.
Rafbókasafnið komið í Húnaþings vestra
Bókasafn Húnaþings vestra hefur hafið útlán á raf- og hljóðbókum í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Með þessari nýjung geta notendur bókasafnsins nálgast fjölda titla hljóð- og rafbóka á auðveldari hátt en hingað til. Fyrst um sinn verða bækurnar aðallega á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.
Það eina sem þarf til að nálgast efni af rafbókasafninu er að vera skráður notandi á bókasafninu og fá notandanúmer og lykilorð til að nota á heimasíðu rafbókasafnsins. Hægt verður að nálgast efnið í flestum tækjum, svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.
Þjónustan er veitt í gegnum OverDrive rafbókaveituna og er gjaldfrjáls fyrir skráða notendur á bókasafni Húnaþings vestra. Slóðin að Rafbókasafninu er hér: Rafbókasafnið
Einnig má finna efni Rafbókasafnsins á leitir.is
Leiðbeiningar um notkun Rafbókasafnsins
- Til þess að tengjast Rafbókasafninu með snjallsímatæki byrjar þú á því að sækja app-ið OverDrive.
- Þú þarft notandanúmer og lykilorð. Það færð þú á Bókasafni Húnaþings vestra.
- Þú skráir þig inn á Rafbókasafnið með notandanúmeri (byrjar á GE) og lykilorði.
- Þú getur valið hvort þú færð bók að láni í 7, 14 eða 21 dag.
- Þú getur haft 5 bækur að láni í einu og sett inn 7 frátektir.
- Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr.
- Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess.
- Viljir þú lesa eða hlusta án þess að vera nettengd(ur) þarftu að ná þér í Libby appið, OverDrive appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.
OverDrive appið
OverDrive appið er fáanlegt fyrir iPhone®, iPad®, Android, Chromebook, Windows Phone, Windows 8 & 10, Kindle Fire HD og má til að mynda nálgast það í viðeigandi veitum, svo sem Play Store og App Store. Lesa má nánar um appið og sækja það á http://app.overdrive.com/.
Lesbretti
Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub formið. Þetta eru flestar gerðir lesbretta aðrar en Kindle. Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle lesbrettum að Kindle Fire undanskildu.
- Ef ætlunin er að lesa rafbók á lesbretti þarf að stofna Adobe ID-aðgang og hlaða niður Adobe Digital Editions forritinu á tölvu.
- Bókinni er svo hlaðið niður í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.