Ertu að flytja í Húnaþing vestra

Velkomin í Húnaþing vestra.

Hér eru ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir þá sem eru að hugsa um eða ætla sér að flytja í Húnaþing vestra.

Stjórnsýsla, Ráðhúsi Húnaþings vestra

Heimilisfang: Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi
Sími: 455-2400
Fax: 455-2409
Netfang: skrifstofa@hunathing.is

Í Ráðhúsinu eru skrifstofur og sameiginleg símsvörun fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið og framkvæmda-og umhverfissvið.  Í Ráðhúsi Húnaþings vestra er hægt að fá allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins en allar þær upplýsingar er líka að finna víðs vegar á heimasíðu sveitarfélagsins, til dæmis undir síðunni Þjónusta.

Flutningstilkynning

Í dag fara allar tilkynningar um flutning í gegnum heimasíðu Hagstofu Íslands www.skra.is og á  island.is.

Húsnæði

Umhverfissvið veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir. 

Lausar lóðir - Íbúðarhúsalóðir sem tilbúnar eru til úthlutunar á deiliskipulögðum svæðum í Bakka- og Grundartúni og á Lindarvegi á Hvammstanga.

Leiguíbúðir - Húnaþing vestra rekur leiguíbúðakerfi og eru leiguíbúðir sveitarfélagsins alls 44. Þar er um að ræða 22 leiguíbúðir fyrir aldraða, 14 félagslegar leiguíbúðir og 8 almennar leiguíbúðir. 

Bústaður hses. á og rekur 6 íbúðir við Lindarveg á Hvammstanga.

Fasteignasölur - Húsnæðiskaup í Húnaþingi vestra

Hiti og rafmagn

Hitaveita Húnaþings vestra annast öflun, dreifingu og sölu á heitu vatni til íbúa.

Rarik sér um orkudreifingu í Húnaþingi vestra.

Skólar

Grunnskóli Húnaþings vestra Skólinn er á Hvammstanga. Nemendum í 1. til 4. bekk býðst lengd viðvera í frístund sem er opin alla virka daga frá lokum skóladags og til kl. 16:00.

Leikskólinn Ásgarður er þriggja deilda leikskóli með fjölbreytta vistunarmöguleika, allt frá 4 til 8 klst. daglega. 

Dreifnám. Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra starfrækir framhaldsdeild á Hvammstanga. Nemendur geta stundað dreifnám við FNV frá Hvammstanga. Markmiðið er að nemendur geti lokið almennum greinum iðnbrauta og kjarnagreinum stúdentsbrauta í heimabyggð. 

Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Kennt er á öll helstu hljóðfæri auk söngs. Einnig gefst ungum nemendum kostur á að vera í forskóla þar sem fleiri en einn nemandi stunda nám á sama tíma.

Farskóli Norðurlands vestra sinnir endur- og símenntun.

Fjarnámsstofa og námsver er rekið á Hvammstanga.

Íþrótta- og tómstundastarf

Í Húnaþingi vestra er rekið mjög fjölbreytt og þróttmikið íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf. Sjá HÉR.

Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra

Félagsmiðstöðin Órion er fyrir ungmenni í 5.-10. bekk.

Sorpþjónusta

Sorphirða í Húnaþingi vestra er með þeim hætti að tvær tunnur eru við hvert heimili, í þéttbýli og dreifbýli, önnur tunnan er fyrir almennt heimilissorp og hin tunnan er fyrir endurvinnsluefni. Tunnurnar er hirtar á þriggja vikna fresti allt árið um kring nema í júlí og ágúst þá er hirt á tveggja vikna fresti.

Gámastöðin Hirða er staðsett við Höfðabraut 34a á Hvammstanga og þar er opið fyrir móttöku úrgangs frá almenningi og fyrirtækjum þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14:00 til 17:00 og á laugardögum frá kl. 11:00 til 15:00. Frekari upplýsingar HÉR

Fatagámar rauða krossins eru staðsettir fyrir utan girðingu Hirðu. Dósa- og flöskumóttaka er í pakkhúsi Kaupfélags vestur Húnvetninga.

Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vesturlands rekur heilsugæslustöð og sjúkrahús á Hvammstanga. Afgreiðslutími á heilsugæslustöð er virka daga á milli 08:00 og 16:00 og sími er 432-1300. Frekari upplýsingar á heimasíðu heilbrigðisstofnunarinnar HÉR.

Skrifstofuaðstaða

Skrifstofusetrið Útibúið er rekið á Hvammstanga.

Menning

Sveitarfélagið leggur áherslu á að styðja við og hvetja til sjálfsprottins menningarstarfs. Í Húnaþingi vestra er lifandi og fjölbreytt menningarlíf. Fjölskylduhátíðin "Eldur í Húnaþingi" er haldin ár hvert síðustu helgina í júlí.

Bóka- og skjalasafn Húnaþings vestra

Byggðarsafn Húnaþings og Stranda

Allar frekari upplýsingar á VISIT HUNATHING 

SSNV styrkir list- og menningarviðburði af ýmsu tagi.

Var efnið á síðunni hjálplegt?