Heimilisfang: Hlíðarvegur 6, 530 Hvammstanga
Forstöðumaður: Tanja Ennigarð íþrótta-og tómstundafulltrúi.
Netfang: tanja@hunathing.is
Sími: 451-2532
Farsími: 858-1532
Opnun:
Sumar:
1. júní - 31. ágúst Mánudaga - föstudaga: 07:00-21:00 Laugardaga-sunnudaga:10:00-18:00
Vetur:
1. september - 31. maí Mánudaga - fimmtudaga: 07:00-21:30 Föstudaga: 07:00-19:00 Laugardag og sunnudag: 10:00-16:00
|
|
Húnaþing vestra rekur íþróttamiðstöð á Hvammstanga. Sundlaug ásamt búningsaðstöðu var tekin í notkun árið 1982. Íþróttahús var byggt við búningsaðstöðu og sundlaug á árunum 2001 og 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra var svo formlega opnuð þann 4. september 2002. Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra getur boðið einstaklingum, íþróttafélögum eða æfingahópum aðstöðu til keppni og æfinga í flestum íþróttagreinum.
Haustið 2019 var ný viðbygging við íþróttamiðstöð Húnaþings vestra tekin til notkunar. Stærð viðbyggingarinnar er 300 m2. Með tilkomu hennar er aðstaða í Íþróttamiðstöðinni orðin hin besta og þjónusta við íbúana aukist verulega. Anddyrið var stækkað og móttaka og aðkoma gesta orðin rúmgóð og aðlaðandi. Aðstaða til íþróttaiðkunar hefur batnað verulega með góðum þrektækjasal með einstöku útsýni yfir fjörðinn og nýjum tækjum og búnaði. Einnig er minni salur sem gefur möguleika á að vera með hóptíma og fjölbreyttar æfingar.
Aðstaða starfsfólks og kennara er góð auk þess sem geymslupláss hefur aukist. Aðgengi fyrir fatlaða hefur verið bætt með tilkomu lyftu og nýrrar snyrtingar fyrir fatlaða, einnig er nýtt dómaraherbergi með sturtuaðstöðu. Auk þess sem eldri búningsaðstaða var tekin upp að hluta og loftræsting og myndavélakerfi endurnýjað.
Þessar breytingar skapa ný tækifæri til að halda stærri íþróttaviðburði og hægt er að bjóða íþróttafélögum um land allt upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir æfingahelgar.
Verið velkomin að nota þá aðstöðu sem við bjóðum fram – aðstaðan er til fyrirmyndar!
Hætt er að selja ofan í sundlaug 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma og skulu gestir hafa yfirgefið húsið eigi síðar en 15 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.
Tímatafla fyrir æfingar haustönn 2024, má finna HÉR
Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Húnaþings vestra 2024 má finna HÉR
Sundlaug:
25m x 11m útilaug með fjórum brautum Heitur pottur með vatnsnudd Vatnsrennibraut Barnavaðlaug Vaðlaug Gufubað Þvottavél og þurrkari til afnota Þrektækjasalur Minni salur fyrir hóptíma o.fl.
|
Íþróttasalur:
Handboltavöllur 30m x 20m Körfuboltavöllur 28m x 15m Körfuboltavellir tveir þvert á sal 21m x 13m Badminton 6 vellir Blak 3 vellir Tennisvöllur Fimleikaáhöld
|