Vatnsveita

Húnaþing vestra rekur vatnsveitu á Hvammstanga, Laugarbakka, Borðeyri og að Reykjum í Hrútafirði.  Starfsmenn áhaldahúss annast viðhald og þjónustu fyrir allar veitur sveitarfélagsins.                 

Sögulegt ágrip um vatnsveitu á Hvammstanga:

Vatnsveita Hvammstanga skiptist í þrjár aðveitur úr lindum í Vatnsnesfjalli. Vatni er safnað í vatnstank sem stendur ofan við bæinn, byggður 1980, og leysti þá af hólmi mun minni tank er reistur var um 1950. Þá var loks farið að leita að uppsprettum í Vatnsnesfjalli til að leiða niður í þorpið, var þá nýlega búið að stofna Veitufélag Hvammstanga á árunum áður sem ýmislegt hafði reynt til að bæta neysluvatnsástand bæjarins. Höfðu íbúar áður þurft að sækja vatn í brunna eða notast við vatn úr ánni, en það gat verið erfitt í leysingum, þurrkum eða langvarandi frostaköflum. Fljótlega varð ljóst að stækka þyrfti tankinn og fjölga lindum vegna komu rækjuvinnslu og mjólkurvinnslustöðvar í bæinn, ásamt áframhaldandi vinnslu sláturhúss og stækkandi byggðar. Nú eru því eins og áður segir þrjár aðveitur tengdar vatnsveitu Hvammstanga, Mjóadalslindir, Grákollutjörn og Hestlækjalindir.

Var efnið á síðunni hjálplegt?