Vinnuskólinn

Heimilisfang: Norðurbraut 14, 530 Hvammstanga.
Sími: 455-2400
Netfang: skrifstofa@hunathing.is

Yfir sumarmánuðina starfrækir Húnaþing vestra vinnuskóla fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 17 ára. Verkbækistöð er að Norðurbraut 14 á Hvammstanga.

Vinnuskólinn 2024 - upplýsingar um vinnutímabil og laun 

Skráning í vinnuskólann 2024

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og skýrar reglur varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhirðu og snyrtingu opinna svæða sveitarfélagsins.

Markmið vinnuskólans er að undirbúa nemendur fyrir almennan vinnumarkað með almennum samskiptareglum, ástundun og vinnusemi. Kynning á grundvallaratriðum í vinnubrögðum og meðferð verkfæra. Markmiðið er einnig að efla nemendur til ábyrgðar fyrir nánasta umhverfi og þau hafi ánægju af því að skila góðu verki. Fyrst og síðast hafi gagn og gaman af starfinu.

Starfsmenn ; 
Ástríður Halla Reynisdóttir s: 777-3994 
Anton Einar Mikaelsson s: 626-6232 
Hanna Bára Apel Ingadóttir s: 853-1150 
Jóhann Smári Reynisson s: 771-8381 
Guðmundur Hilmar Hannesson starfsstöð Borðeyri s: 840-1155

Yfirflokkstjóri: Sér um daglegan rekstur vinnuskólans undir stjórn umhverfisstjóra. Hefur eftirlit með flokkstjórum og er þeim til halds og trausts. Deilir út verkefnum og kemur vinnu af stað. Hefur yfirlit yfir vinnu og verkefnastöðu. Hefur umsjón með vinnutímum og kemur þeim til skila.

Flokkstjórar: Hafa umsjón með vinnuhópum 13-17 ára. Annast verkstjórn, kennslu og vinnuuppeldi. vinna með vinnuhópnum. Gera vinnuskýrslur.

Ungmenni 13-16 ára: Vinna við almenn garðyrkjustörf s.s tyrfingu, gróðursetningu, hirðingu beða, málun og fleira á opnum svæðum og lóðum sveitarfélagsins.

Ungmenni 16 ára og eldri (sláttuhópur): Vinna að mestu við slátt og hirðingu á opnum svæðum og lóðum sveitarfélagsins. 

 

Vakin er athygli á að allir sem hafa náð 16 ára aldri eru skattskyldir og launþegi þarf að ráðstafa persónuafslætti til vinnuveitanda. Ráðstöfun persónuafsláttar er á ábyrgð launþega og þarf hann að koma upplýsingum til launafulltrúa um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall. (Sjá nánar)

 

Starfsreglur Vinnuskóla Húnaþings vestra

  • Flokkstjóri er yfirmaður hvers vinnuhóps og skulu nemendur fylgja fyrirmælum hans. Næsti yfirmaður hans er yfirflokkstjóri.
  • Veikindi og önnur forföll skal tilkynna til yfirflokkstjóra.
  • Allir starfsmenn og nemendur vinnuskólans skulu mæta stundvíslega, sýna góða hegðun og stunda vinnu samviskusamlega.
  • Allir starfsmenn og nemendur vinnuskólans skulu sýna samstarfsfólki sínu fyllstu kurteisi.
  • Ekki er tekin ábyrgð á persónlegum hlutum sem komið er með í vinnuskólann og eru ekki nausynlegir til starfsins.
  • Símar eru ekki leyfðir sem samskipatæki á vinnutíma vinnuskólans og skulu þeir stilltir á hljóðlaust ef þeir eru með í för.
  • Verkfæri og áhöld eru eign vinnuskólans og bera nemendur ábyrgð á að fara vel með áhöld sem þeim eru afhent og ganga frá þeim í lok vinnudags.
  • Öryggisvesti er nemendum skylt að nota á vinnutíma og aðrar persónuhlífar ef til þess er ætlast af flokkstjóra.
  • Tóbak/vímuefni og orkudrykkjaneysla er stranglega bönnuð í vinnuskólanum.
  • Sjoppu- og búðarferðir eru ekki leyfðar, nema á sérstökum dögum.
  • Flokkstjóri hefur í samráði við yfirflokkstjóra heimild til að senda einstakling heim úr vinnu og skal hann tilkynna forráðamanni ástæðu brottvikningarinnar. Til þess þarf þó að vera rík ástæða og aðrar leiðir reyndar áður en til þessa úrræðis er gripið.
  • Vinnuskólinn er umhverfisvænn vinnustaður og flokka skal þann úrgang sem fellur til í vinnuskólanum s.s pappa og plast. Ganga skal vel og þrifalega um vinnustað og vinnusvæði.

Reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999  

  • Samkv. 26. grein, hafa sveitarfélög heimild til að ráða ungmenni 13 ára og eldri til léttra starfa á sumarleyfistíma skóla þegar vinnan er hluti af fræðilegu og verklegu námi. Verkefni sem ungmennin mega vinna og verkfæri sem hver aldurshópur má nota eru útlistuð í viðaukum reglugerðarinnar. Í 27. grein er vinnutími ungmenna takmarkaður og útlistaður.
  • Samkvæmt viðauka við þessa reglugerð sem er í samræmi við reglur Evrópusambandsins mega ungmenni undir 18 ára aldri ekki vinna með til dæmis vélknúnar trjáklippur, kjarrsagir, sláttuvélar og jarðtætara.
  • 15 ára og eldri mega vinna með garðsláttuvélar undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að slá með vélorfi í görðum og aðstoða á gæsluvöllum og í skólagörðum svo eitthvað sé nefnt.
  • 13 og 14 ára mega hreinsa illgresi, gróðursetja, hreinsa gróðurbeð, raka eftir slátt og sinna annarri sambærilegri léttri garðvinnu. Þá mega þau vinna við blóm og grænmeti í gróðurhúsum, hreinsa , sópa og tína rusl, sinna málningarvinnu og fúavörn með umhverfisvænum efnum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?