Leigufélagið Bústaður hses.

Leigufélagið Bústaður hses.

Leigufélagið Bústaður hses. var stofnað árið 2019. Félagið fékk samþykkta úthlutun stofnframlaga auk sérstaks byggðaframlags til byggingar á 6 íbúðum til langtímaleigu á Hvammstanga. Markmið leigufélagsins með byggingu almennra íbúða er að bæta úr brýnni þörf á íbúðarhúsnæði í Húnaþingi vestra og um leið bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum samkvæmt lögum um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu. 

Í lok árs 2023 yfirtók íbúðafélagið Brák íbúðirnar og annast  Eignaumsjón umsýslu með íbúðunum. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?