Fráveita - Rotþrær

Húnaþing vestra annast uppbyggingu og rekstur fráveitu í sveitarfélaginu.

Fráveitan veitir mikilvæga þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Fráveitan flytur frárennsli heimila og fyrirtækja, ofanvatn frá götum og lóðum. Hreinsunarferli skólpsins skapar náttúrunni sjálfri skilyrði til að taka við frárennslinu og farga því án þess að skaða vistkerfið. Á nokkurra ára fresti eru tekin ítarlegri sýni til að kanna áhrif skólpsins á viðtakann og sýna þær að losun skólps hefur lítil sem engin áhrif á gæði sjávar.

Tæming rotþróa

Rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti í Húnaþingi vestra. Fer tæmingin fram seinnipart sumars og fram undir haust. Í tæmingaráætlun er Húnaþingi vestra skipt í þrjú svæði og verður tæming sem hér segir:

  • 2023 – Vatnsnes og Vesturhóp
  • 2024 – Víðidalur og fyrrum Bæjarhreppur
  • 2025 – Hrútafjörður og Miðfjörður
Var efnið á síðunni hjálplegt?