Þjónusta við fatlað fólk

Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra og fer með yfirstjórn málaflokksins. 

Hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar um þjónustuþætti laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir:

Fyrsta skrefið í að sækja um þjónustu er að bóka símtal hjá ráðgjafa eða sækja um rafrænt. Einnig er hægt að bóka símtal í síma 455-2400.

Nærþjónusta fyrir íbúa í Húnaþingi vestra er veitt á fjölskyldusviði. Ráðgjöf veita Henrike Wappler henrike@hunathing.is) og Sigurður Þór Ágústsson (siggi@hunathing.is). Hægt er að bóka símtal við ráðgjafa hér.

Til að eiga rétt á þjónustu þurfa umsækjendur að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eiga lögheimili í Skagafirði, Húnaþingi vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Skagaströnd.
  • Vera metnir í þörf fyrir stuðning samkvæmt reglum Skagafjarðar.
  • Foreldrar hafi forsjá með þeim börnum sem stuðningur snýr að.
Var efnið á síðunni hjálplegt?