Verndarsvæði í byggð

Þann 17. ágúst 2016 sótti Húnaþing vestra um styrk úr húsafriðunarsjóði vegna tillögu að verndarsvæði í byggð. Lagt var til að hluti Borðeyrar yrði verndaður vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar svo auðveldara verði að vernda sérkenni byggðarkjarnans í komandi skipulagsvinnu.

Þann 14. september 2016 úthlutaði Minjastofnun Íslands Húnaþingi vestra styrk úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð á Borðeyri. Strax var hafist handa og tveir íbúafundir haldnir.  Tillagan var auglýst frá 27. mars til og með 8. maí 2018, sbr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og 2. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Tillagan var send ásamt fylgigögnum til staðfestingar ráðherra, sbr. 7. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Í apríl 2019 staðfesti menningarmálaráðherra tillöguna um Verndarsvæði í byggð á Borðeyri.

Hluti Borðeyrar er því skilgreint sem verndarsvæði í byggð og mun staðfestingin vernda sérkenni byggðarkjarnans í komandi skipulagsvinnu.

Skýrsluna má sjá HÉR

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?