Vikan 25. september - 1. október 2023
Þegar ég hóf dagbókarskrif um þetta leyti fyrir ári síðan talaði ég um að í einhverjum tilfellum gætu skrifin verið stutt og á það við í þessri viku. Er það einkum vegna anna en eins og margoft hefur komið fram eru haustin afar annasamur tími. Fylgir því hér örstutt upptalning í punktaformi á helstu verkefnum vikunnar án mikilla skýringa.
- Fundur framkvæmdaráðs.
- Fundur aukins byggðarráðs – sjá fundargerð hér.
- Fundur með Ólöfu verkefnisstjóra umhverfismála vegna umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða en til stendur að sækja um styrk vegna tveggja deiliskipulagsverkefna og vonandi fleiri uppbyggingarverkefna í samstarfi við landeigendur.
- Fundir með starfsmönnum vegna ýmissa mála.
- Fundur með Magnúsi Barðdal verkefnisstjóra fjárfestinga hjá SSNV vegna tækifæra í atvinnumálum í sveitarfélaginu.
- Fundur með framkvæmdastjóra og sérfræðingum Selasetursins um ýmis verkefni og mögulegt samstarf.
- Fundir og símtöl við íbúa vegna ýmissa mála, svo sem skipulagsmála, þjónustu sveitarfélagins, atvinnumála o.fl.
- Fundur með UNICEF út af verkefninu um barnvænt sveitarfélag sem er að fara af stað.
- Fundur með oddvita og formanni byggðarráðs.
- Vinna við innleiðingu fundakerfis fyrir nefndir og ráð sveitarfélagins en tíma tekur að setja upp allar stillingar og hvernig við viljum láta kerfið vinna fyrir okkur.
- Undirbúningur fundar landbúnaðarráðs í komandi viku.
- Undirbúningur fundar með þingmönnum kjördæmisins í kjördæmavikunni í komandi viku. Tekin er saman greining á stöðu sveitarfélagsins ásamt helstu áherslumálum.
- Fundur með Davíð Jóhannssyni ráðgjafa á sviði ferðamála hjá SSNV vegna ýmissa mála svo sem umsókna í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
- Fundur með fulltrúa Sannra landvætta vegna mögulegra verkefna í tengslum við innviði í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
- Tilkynning um niðurstöðu útboðs sorphirðu til bjóðenda og undirbúningur samningsviðræðna við lægstbjóðanda.
- Undirbúningur auglýsingar á fasteigninni Lindarvegi 3a.
- Samþykkt reikninga.
- Yfirferð mála í samráðsgátt stjórnvalda og mála sem þingnefndir hafa óskað umsagna um. Þegar þing hefur störf hrúgast inn mál sem mikilvægt er að fara vel yfir til að veita umsagnir þegar hagsmunir sveitarfélagsins eru í húfi.
- Ýmiskonar starfsmannamál.
- Undirbúningur byggðarráðsfundar komandi viku og útsending fundarboðs.
- Samskipti við ráðuneyti vegna ýmissa mála, m.a. vegna fjárframlags fjárlaganefndar til rekstrar dreifnámsdeildar FNV í Húnaþingi vestra, innviðaráðuneytis vegna uppfærslu á samþykktum sveitarfélagsins o.fl.
- Umsókn um þátttöku í verkefninu Römpum upp Ísland en nú hefur sveitafélögum verið gefinn kostur á að taka þátt í verkefninu. Ekki eru margir staðir í sveitarfélaginu sem falla undir skilyrði verkefnisins en þó einhverjir.
- Undirritun ýmiskonar skjala f.h. sveitarfélagsins, lóðaleigusamninga, ráðningarsamninga o.s.frv.
- og að ógleymdri blessaðri fjárhagsáætlun sem hvílir að mestu á sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs en við eigum ófá samtöl um.
Og margt fleira. Vonandi vinnst tími til að skrifa ítarlegri færslu í næstu viku en ég vona að lesendur taki viljann fyrir verkið í þetta skiptið.