Atvinnu- og nýsköpunarsjóður

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu.  Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.

Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra.Styrkir sem veittir eru úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.

Umsækjendur eru hvattir til að vanda til umsóknar sinnar og hefjast handa við hana í tíma. Vönduð umsókn eykur líkur á styrk.

Umsóknareyðublað

Úthlutunarreglur 

Atvinnu-og nýsköpunarsjóður - Lokaskýrsla

Styrkhafar Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs frá 2014

Var efnið á síðunni hjálplegt?