Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- 2308015 Umsókn um lóð undir gróðrastöð á Laugarbakka. Björn Líndal, fyrir hönd Skógarplantna ehf., sækir um lóðina Reykjahöfða á Laugarbakka. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Reykjahöfða til Skógarplantna ehf.
- 2309003 Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 20. september 2023. Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
- 2309013 Hvatning innviðaráðuneytisins til sveitarfélaga um mótun málstefnu í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Vinna við stefnuna stendur yfir.
- 2309022 Beiðni um skipan í Samgöngu- og innviðanefnd Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Byggðarráð samþykkir að skipa Magnús Magnússon sem aðalmann í Samgöngu- og innviðanefnd SSNV og Friðrik Má Sigurðsson til vara.
- 2309023 Fundargerð fjallskilastjórnar Þverárhrepps hins forna frá 26. ágúst 2023. Lögð fram til kynningar.
- 2309024 Ársreikningur Húnasjóðs 2022. Byggðarráð staðfestir ársreikning Húnasjóðs fyrir árið 2022 með undirritun sinni.
- Leigufélagið Bríet. Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri leigufélagsins Bríetar kom til fundar við byggðarráð og fór yfir starfsemi félagsins.
Bætt á dagskrá:
8. Laxeldi í opnum sjókvíum. Lögð fram eftirfarandi bókun;
„Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í húnvetnskum laxveiðiám þar sem veiðst hafa allmargir eldisfiskar á undanförnum dögum og vikum. Í fyrsta lagi veldur þessi staða áhyggjum hvað varðar erfðablöndun við villta laxveiðistofninn eins og margoft hefur verið ítrekað á síðustu árum. Í öðru lagi er áhætta vegna smitsjúkdóma alltaf fyrir hendi og ef slíkir sjúkdómar breiðast út í stofn viðkomandi ár getur það gert út af við ána á stuttum tíma. Í þriðja og síðasta lagi hefur þessi alvarlega staða mikil áhrif á ímynd og gæði þeirra villtu laxveiðiáa sem fyrir þessu verða. Allir þessir þættir geta valdið miklum búsifjum með tilheyrandi tekjufalli landeigenda og samfélags. Byggðarráð Húnaþings vestra skorar á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.“
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:41.