41. fundur

41. fundur Veituráðs haldinn þriðjudaginn 4. apríl 2023 kl. 16:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Gunnar Þorgeirsson formaður, Gunnar Örn Jakobsson varaformaður og Ármann Pétursson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Drög að reglum um lokastyrki til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli í Húnaþingi vestra 2023. Áður á dagskrá á 40. fundi ráðsins þann 14. febrúar sl. þar sem sveitarstjóra var falið að gera drög að úthlutunarreglum. Til ráðstöfunar eru 8 milljónir til verkefna í dreifbýli sem uppfylla skilyrði sem gerð voru í verkefninu Ísland ljóstengt. Veituráð samþykkir framlagðar úthlutunarreglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  2. Lagning vatnslagnar frá Hvammstanga til Laugarbakka, staða verks. Sveitarstjóri fór yfir stöðu verkefnisins. Byggðarráð ákvað á 1172. fundi sínum sem fram fór 3. apríl sl. að lögð yrði 160 mm. lögn og tók tilboði Set ehf. í lagnaefni.
  3. Gjaldskrá vegna blæðinga hitaveituvatns. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um gjaldtöku annarra hitaveitna fyrir notkun á blæðingu hitaveituvatns og leggja fram drög að viðbót við gjaldskrá Hitaveitu Húnaþings vestra fyrir slíka nýtingu.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:48.

Var efnið á síðunni hjálplegt?