Samfélagsmiðstöð

Á þessari síðu verður haldið utan um undirbúning og skipulag samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimlinu Hvammstanga.

 

Íbúafundur í Félagsheimilinu Hvammstanga 17. september 2024

Samfélagsmiðstöð - hugmyndavinna og áherslur íbúa

16:30 - Fundur settur - léttar veitingar á meðan fundinum stendur.

  • Kynning á starfi tengslafulltrúa
  • Kynntar hugmyndir um samfélagsmiðstöð
  • Núverandi teikningar af félagsheimili - hvar liggja tækifærin?

16:50 - Fyrri vinnustofa

  • Hópvinna (6-8 í hóp, hópstjórar verða á hverju borði sem skrá hugmyndir)
  • Svarað eftirfarandi spurningum í hverjum hóp:
    • Hvaða tómstundastarf sjáið þið fyrir ykkur í samfélagsmiðstöðinni?
    • Hvaða væntingar hafið þið til tæknismiðjunnar (FabLab aðstöðunnar)?
    • Hvernig gæti iðnaðareldhús nýst samfélaginu?
    • Hvað þarf að vera til staðar í iðnaðareldhúsi svo það nýtist sem best?
    • Hvaða starfsemi/búnaður/aðstaða ætti að vera til staðar í húsnæðinu og hvar?

17:30 - Önnur vinnustofa

  • Hópvinna (6-8 í hóp, hópstjórar verða á hverju borði sem skrá hugmyndir)
  • Svarað eftirfarandi spurningum í hverjum hóp:
    • Hvernig ætti opnunartími og aðgengi að aðstöðunni að vera?
    • Hvað á samfélagsmiðstöðin að heita?
    • Hvernig á að virkja íbúa til þess að nýta sér samfélagsmiðstöðina?
    • Hvaða hópar og félagasamtök gætu nýtt sér samfélagsmiðstöðina fyrir sýna starfsemi?
    • Hvernig væri hægt að samnýta aðstöðu, t.d. fyrir ólíka hópa?
    • Eitthvað annað sem þið viljið koma á framfæri?

 

18:10 – Stutt samantekt frá hópstjórum um þær hugmyndir sem fram koma á fundinum og spurningar til skipuleggjenda.

18:30 – 19:00 - skoðunarferð um félagsheimilið fyrir þá sem vilja.

 

Eftir fundinn verður samantekt á hugmyndum birt á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúum gefst tækifæri til að bæta við hugmyndum eða athugasemdum rafrænt.

Var efnið á síðunni hjálplegt?