213. fundur

213. fundur landbúnaðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 2. október 2024 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigríður Ólafsdóttir, formaður,
Dagný Ragnarsdóttir, varaformaður,
Dagbjört Diljá Einþórsdóttir, aðalmaður,
Stella Dröfn Bjarnadóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Halldór Pálsson boðaði forföll.

1.

Svar Vegagerðarinnar vegna afgreiðslu umsóknar um fjármagn til viðhalds styrkvega - 2406059

 

Áður á dagskrá 211. fundar landbúnaðarráðs sem haldinn var þann 3. júlí 2024. Lagt fram svar Vegagerðarinnar við beiðni ráðsins um heildarlista úthlutunar ásamt rökstuðningi fyrir úthlutun. Í svari Vegagerðarinnar er heildarlisti úthlutunar en rökstuðningur fylgir ekki. Í svarinu kemur jafnframt fram að heildarfjárhæð til úthlutunar hafi farið lækkandi undanfarin ár, úr 182 milljónum 2022 í 114,5 í ár. Í samtölu með sundurliðun kemur hins vegar fram að úthlutun nemi 95 milljónum. Í svarinu kemur auk þess fram að við úthlutun sé litið til umfangs og rökstuðnings. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir nánari upplýsingum, svo sem matsblaði vegna mats á umsóknum. Einnig óskar ráðið eftir að framvegis fylgi tilkynningu um úthlutun sundurliðaður listi yfir úthlutun hvers árs og þær upplýsingar gerðar aðgengilegar á heimasíðu Vegagerðarinnar eins og almennt er gert þegar fjármunum er úthlutað úr opinberum sjóðum.

 

   

2.

Vetrarveiði á ref veturinn 2024/2025 - 2409085

 

Landbúnaðarráð óskar eftir að fá kr. 1.500.000 í fjárveitingu á árinu 2024 til vetrarveiða á ref. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir aðilum til vetrarveiða á ref með umsóknarfresti til 1. nóvember næstkomandi, með fyrirvara um að fjármagn fáist.

 

   

3.

Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda - 2409086

 

Uppgjör sumarvinnu fjallskiladeilda hafa ekki borist en frestur til að skila reikningum var til 30. september. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir upplýsingum frá deildunum.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 13:31.

Var efnið á síðunni hjálplegt?