Viljayfirlýsing um uppbyggingu á leiguíbúðum í Húnaþingi vestra

Málsnúmer 2403057

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1209. fundur - 25.03.2024

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu milli Húnaþings vestra og Leigufélagsins Bríetar um uppbyggingu leiguíbúða, yfirtöku eigna og styrkingu leigumarkaðar í sveitarfélaginu á vegum Bríetar. Í samkomulaginu, sem gildir til loka árs 2025, felst að Bríet muni kaupa tvær eignir í byggingu á Hvammstanga auk þess að auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs vegna kaupa Bríetar á tveimur íbúðum til viðbótar á árinu 2025. Húnaþing vestra muni leggja 6 eignir í eigu sveitarfélagsins inn í Bríeti 2025 í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni og mun Bríet annast útleigu á þeim eignum. Jafnframt muni Húnaþing vestra tryggja aðgengi að lóðum vegna þeirrar íbúðauppbyggingar sem fyrirhuguð er.
Byggðarráð fagnar viljayfirlýsingunni og felur sveitarstjóra undirritun hennar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?