Nótan 2014, uppskeruhátíð tónlistarskóla
Uppskeruhátíð tónlistarskóla.
Svæðistónleikar 2014 Vesturland og Vestfirðir 8.mars í Hjálmakletti Borgarnesi.Kl 13:30.
Tónleikar nemenda í grunn-,mið-og framhaldsnámi.
Atriði frá Tónlistarskóla Húnaþings vestra voru eftirfarandi:
Arnar Freyr Geirsson lék á píanó frumsamið lag:Nóttin
Magnús Björn Jóhannsson lék með honum á gítar.Útsettningu annaðist
Daníel Geir Sigurðsson
Sönghópurinn Nóturnar skipaður Ástríði Höllu Reynisdóttur Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur
Jónu Margarethu Júlíusdóttur Lundberg og Rannveigu Erlu Magnúsdóttur fluttu lagið Hljóða Nótt eftir Ásgeir Trausta Einarsson við ljóð Júlíusar Róbertssonar (fjarverandi var Sara Líf Huldudóttir)
Ásdís Aþena Magnúsdóttir lék á píanó og söng eigið lag og ljóð Stjörnudans. Anna Elísa Axelsdóttir
Lék með henni á píanó. Þetta atriði hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur.
Á svæðistónleikum fá tíu framúrskarandi tónlistaratriði verðlaunagripinn NÓTUNA 2014
(smærri gerð verðlaunagrips Nótunnar) Af þessum tíu atriðum öðlast tiltekinn fjöldi rétt til þátttöku á lokahátíð Nótunnar sem er þriðji og síðasti hluti uppskeruhátíðar tónlistarskóla.
Á svæðistónleikum fyrir Kragann,Suðurland og Suðurnes eru valin: sjö atriði.
Á svæðistónleikum fyrir Norður og Austurland eru valin: 7 atriði
Á svæðistónleikum í Reykjavík eru valin: 7 atriði
Á svæðistónleikum fyrir Vesturland og Vestfirði eru valin 3 atriði.
Lokahátíð Nótunnar fór fram með tvennum tónleikum og lokaathöfn í Eldborgarsal Hörpu þann 23.mars. Á lokaathöfn Nótunnar fá tíu framúrskarandi tónlistaratriði verðlaunagripinn Nótuna 2014 (stærri gerð verðlaunagrips Nótunnar.
Besta atriði Nótunnar er verðlaunað sérstaklega með farandgrip sem varðveitast skal í viðkomandi tónlistarskóla milli hátíða.
Kennurum nemenda sem önnuðust tónlistarfluttning fyrir hönd Tónlistarskóla Húnaþings vestra þeim Ólöfu Pálsdóttur, Kristínu Kristjánsdóttur,og Guðmundi Hólmari Jónssyni, og Daníel Geir Sigurðssyni er þakkað fyrir að stuðla að þátttöku okkar nemenda.
Í dómnefnd sat fyrrverandi nemandi Tónlistarskóla Húnaþings vestra en það var Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari, ásamt honum voru í dómnefnd Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkona, og Sigurður Ingvi Snorrason.
Það er mjög mikilvægt að koma fram við svona tækifæri og þakka ég nemendum fyrir þátttökuna, viðkomandi kennurum, foreldrum og sveitarfélaginu fyrir stuðninginn.