Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin föstudaginn 1. nóvember 2024 í Félagsheimilinu Hvammstanga.
Árshátíðin hefst kl. 18:15 með skemmtiatriðum og að þeim loknum hefst dansleikur fyrir alla fjölskylduna (um kl. 19.30) og stendur til 21.00
10. bekkur verður með sjoppu og kaffisölu. Sjoppan opnar kl. 17.45 og er opin þar til sýning hefst og svo aftur að henni lokinni.
Miðaverð er kr. 2.000 - frítt fyrir nemendur og börn undir grunnskólaaldri.
Generalprufa verður kl. 10:00 á föstudag og þar sjá nemendur um öll atriði. Aðgangseyrir á generalprufuna er kr. 1.000 fyrir aðra en nemendur, miðar seldir við inngang.
Athugið að ekki er hægt að greiða með kortum en hægt er að leggja inn á reikning nemendafélagsins sem er 0159 - 05 - 50066, kt. 540611 - 0680) og framvísa kvittun við inngang eða greiða með reiðufe við inngang.
Miðar seldir við inngang - enginn posi