Leiðtogafærni í eigin lífi - námskeið á Hótel Laugarbakka

Leiðtoganámskeið fyrir íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra á Hótel Laugarbakka. Námskeiðið er leitt af Jóni Halldórssyni hjá mennta- og þjálfunarfyrirtækinu KVAN og er það að kostnaðarlausu fyrir öll áhugasöm sem búsett eru á áðurnefndum svæðum.

Vilt þú finna kraftinn til þess að taka næsta skref? Vilt þú fá aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur í starfi og/eða einkalífi? Vilt þú verða markmiðadrifin(n) og ná aukinni einbeitingu í verkefnum en á sama tíma ná að njóta augnabliksins? Hvort sem þú vilt styrkja þig í persónulega lífinu eða annarsstaðar, þá ættu allir að geta grætt eitthvað á námskeiði KVAN. Nánar hér

 

Skráning á námskeið hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?