29. september kl. 14:00-17:00
Viðburðir
Gauksmýri
Nokkur ræktunarbú í Húnaþingi vestra hafa tekið sig saman og halda sölusýningu hrossa sunnudaginn 29.september nk. kl 14:00 - 17:00. Sýningin verður haldin á Gauksmýri. Hross verða boðin til sölu frá eftirtöldum ræktunarbúum: Gröf, Lækjamóti, Dæli, Syðra-Kolugili, Gauksmýri, Grafarkoti, Syðri-Völlum og Bessastöðum. Er ekki tilvalið að kíkja við og athuga hvort drauma hesturinn þinn leynist þar.
Kaffi á könnunni.