1. fundur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra

1. fundur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur Húnaþings vestra öðrum fundargerðum haldinn mánudaginn 31. október 2022 kl. 11:30 Ráðhús.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, Magnús Magnússon og Magnús Vignir Eðvaldsson.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Magnús Magnússon aldursforseti setti fund.

Afgreiðslur:

  1. Kosning formanns. Í samræmi við erindisbréf starfshópsins skal hópurinn kjósa formann á fyrsta fundi. Friðrik Már Sigurðsson er kosinn formaður hópsins og tekur við fundarstjórn sem slíkur.
  2. Erindisbréf. Farið yfir erindisbréf hópsins, hlutverk hans og starfshætti. Samkvæmt bréfinu skal hópurinn (1) taka saman heildaryfirlit yfir fasteignir, jarðir og lendur i eigu Húnaþings vestra og (2) leggja mat á eignirnar, móta tillögu að framtíðarsýn um ráðstöfun þeirra og leggja fyrir sveitarstjórn. Starfshópurinn skal starfa frá 15. október 2022 til 15. febrúar 2023. Á þeim tíma er starfshópnum heimilt að halda allt að 4 fundi.
  3. Kosning ritara. Hópurinn kýs Unni Valborgu Hilmarsdóttur ritara starfshópsins.

Björn Bjarnason rekstrarstjóri kemur til fundar.

4.  Yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins. Lagt fram yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins og fyrsta mat á ástandi þeirra.

5.  Yfirlit yfir jarðir og lendur sveitarfélagsins. Lagt fram yfirlit yfir jarðir og lendur sveitarfélagsins.

Björn Bjarnason rekstrarstjóri víkur af fundi.

6.  Næstu skref. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga og senda meðlimum hópsins gögn af fundinum. Næsti fundur áætlaður mánudaginn 28. nóvember 2022.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:43.

Var efnið á síðunni hjálplegt?