17. fundur

17. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn miðvikudaginn 26. apríl 2017 kl. 10:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður Skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

1.        Neðri-Fitjar, reiðskemma.

Erindi nr. 1704007.  Gunnar Þorgeirsson kt. 240767-5119 sækir með erindi mótt. 5. apríl 2017 um leyfi til þess að reisa reiðskemmu að Neðri-Fitjum lnr. 144627, samkv. teikningum nr. 1707-A101-A101 og 2 dags. 17.03.2017 frá bk hönnun.

Áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs 6. apríl 2017, þar sem skilgreindur byggingarreitur var samþykktur.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

2.        Tannstaðabakki, nýtt fjós.

Erindi nr. 1704006.  Óskar Már Jónsson kt. 091286-3199 sækir, f.h. Máreik ehf. kt. 560606-1250 með erindi dags. 5. apríl 2017, um leyfi til þess að reisa fjós að Tannstaðabakka lnr. 144054 samkvæmt meðfylgjandi teikn. nr. 2345-048 frá Eflu verkfræðistofu.

Áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs 6. apríl 2017, þar sem skilgreindur byggingarreitur var samþykktur.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

3.        Refsteinsstaðir, umsókn um að breyta frístundahúsi í íbúðarhús.

Erindi nr. 1406016.  Guðmundur Jónsson leggur inn breytta aðaluppdrætti með tölvupósti mótteknum 20. apríl 2017 af Refsteinsstöðum II, sumarhúsi. Fyrir liggur spurning frá honum um hvort unnt sé að breyta skráningu úr sumarhúsi í íbúðarhús. 

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan til athugasemda og leiðbeininga sem verða sendar.

4.        Vatnshóll, hesthús.

Erindi nr. 1604055.  Haukur Ásgeirsson, kt. 301255-4627, leggur fyrir hönd Halldór Líndal Jósafatsson, kt. 120368-5249, inn breytta teikningu, nr. 2B af hesthúsi, móttekin 11.4.2017.

Byggingarfulltrúi samþykkir innlagða teikningu.

5.        Melavegur 11, breyting á þaki bílskúrs.

Erindi nr. 1704005.  Bjarni Þór Einarsson kt. 310348-2449 sækir f.h. Gunnars Sveinssonar og Marínar Karlsdóttur með erindi dags. 4. apríl 2017 um leyfi til þess að setja uppstólað þak á bílskúr að Melavegi 11  lnr. 144371, sem tilkynnta framkvæmd. Meðfylgjandi eru teikn. nr. 170203 – M11A001 dags. 04.04.2017 unnar af Ráðbarði sf. 

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að stafn hins nýja þaks sé REI120.

Erindið uppfyllir ekki skilyrði fyrir tilkynntri framkvæmd og verðu afgreitt sem byggingarleyfisumsókn.

 

 

 

Fundi slitið – kl. 12:10

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?