25. fundur

25. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn fimmtudaginn 23. ágúst 2018 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Pétur Ragnar Arnarsson formaður skipulags- og umhverfisráðs

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.        Hvoll lóð nr. 12, frístundahús.

Erindi nr. 1808011. Oddný Jósefsdóttir, kt. 170653-4249, sækir með erindi mótteknu 7. ágúst um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð sinni, Hvoll lóð nr. 12, landnúmer 180633. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Rafn Kristjánsson, kt. 060248-3119.

Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem húsið er byggt úr yleiningum með úreþan einangrun. Slík einangrun er ekki leyfð í húsum í notkunarflokki 3 og í þann flokk falla frístundahús. Sjá grein 9.6.10.c. í byggingarreglugerð.

2.        Gröf I, hesthús og reiðskemma.

Erindi nr. 1605081. Innlagðar reyndarteikningar, 14.7.2018, af hesthúsi og reiðskemmu og breytingu á hlöðu í hesthús að Gröf 1, lnr. 177463, eftir Vigfús Halldórsson, kt. 100760-5849. Öryggisúttekt fór fram 2. mars 2018 þar sem farið var fram á uppfærða aðaluppdrætti. Málið áður á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 2. ágúst sl.

Byggingarfulltrúi hefur farið yfir teikningarnar með eiganda. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um lagfæringar á teikningum samkvæmt fylgiblaði.

3.        Gröf, geymsla.

Erindi nr. 1705042. Ásmundur Ingvarsson, kt. 121260-4689, leggur inn reyndarteikningar af geymslu að Gröf, lnr. 144610. Geymslan er límtrésbygging með steinullarsamlokueiningum. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Vigfús Halldórsson. Öryggisúttekt fór fram 2. mars 2018 þar sem farið var fram á uppfærða aðaluppdrætti. Málið áður á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúi 2. ágúst sl.

Byggingarfulltrúi hefur farið yfir teikningarnar með eiganda. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um lagfæringar á teikningum samkvæmt fylgiblaði.

4.        Grundartún 4, íbúðarhús.

Erindi nr. 1808016. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, kt. 111181-5869, sækir með bréfi mótteknu 17.8.2018, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni Grundartúni 4. Meðfylgjandi aðaluppdrættir, eftir Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðing, kt. 020884-3639.

Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess með vísan í athugasemdablað.

5.        Grundartún 6, íbúðarhús.

Erindi nr. 1808017. Aldís Olga Jóhannesdóttir, kt. 260776-3409, sækir með bréfi mótteknu 17.8.2018, um byggingarleyfi fyrir einbýlishús með bílgeymslu á lóð sinni Grundartúni 6. Meðfylgjandi aðaluppdrættir, eftir Ingvar Gýgjar Sigurðarson tæknifræðing, kt. 020884-3639.

Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess með vísan í athugasemdablað.

 

Fundi slitið – kl. 11:30

Var efnið á síðunni hjálplegt?