1. Arnarvatnsheiði, þjónustuhús.
Erindi nr. 1807006. Bjarni Þór Einarsson, sækir fyrir hönd Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru, kt. 631097-2199, um leyfi til að reisa þjónustuhús við Arnarvatn á byggingarreit sem nýlega var skilgreindur með breytingu á deiliskipulagi. Erindið áður á dagskrá 299. fundar Skipulags- og umhverfisráðs.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
2. Brekkulækur, skipti á þakklæðningu á íbúðarhúsi.
Erindi nr. 1809053. Friðrik Jóhannsson, kt. 300752-2099 og Henrike Wappler, kt. 180873-2369, sækja með erindi mótteknu 17. september, um leyfi til að endurnýja þakklæðningu á íbúðarhúsi að Brekkulæk (A og C), landnúmer 144102. Þaksteinar verða teknir af og bárujárn (stál) sett á í staðinn.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að lögð verði inn teikning/verklýsing þar sem fram kemur negling járnklæðningar.
3. Króksstaðir, breyting á lagnakerfi vegna hitaveitu.
Erindi nr. 1810016. Óttar Yngvason kt. 050339–4329 sækir með erindi dags. 19. september 2018 um leyfi til að leggja hitalagnir í íbúðarhúsið að Krókstöðum. Meðfylgjandi eru uppdrættir frá Verkfræðistofu Þráins og Benedikts, kt. 080149-3609.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem reiknað er með Δt 40°C, en hefði átt að vera Δt 21°C. Einnig er bent á að merkingum á ofnum, 104, 105 og 106, ber ekki saman milli grunnmynda og rúmmyndar.
4. Árnes, breyting á lagnakerfi vegna hitaveitu.
Erindi nr. 1810017. Óttar Yngvason kt. 050339–4329 sækir með erindi dags. 19. september 2018 um leyfi til að leggja hitalagnir í íbúðarhúsið Árnes í Víðidal. Meðfylgjandi eru uppdrættir frá Verkfræðistofu Þráins og Benedikts, kt. 080149-3609.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem reiknað er með Δt 40°C en hefði átt að vera Δt 20°C.
5. Melavegur 7, breyting á íbúðarhúsi.
Erindi nr. 1810029. Magnús Pétursson, kt. 290187-3549, sækir með erindi dags. 16. október 2018, fyrir sína hönd og annarra eigenda Melavegar 7, um leyfi til að gera breytingar á húsinu sem meðal annars felast í því að klæða það að utan, byggja í hluta innskots að norðan og stækka þar með þvottahús og útgangur úr því færður á vesturhlið. Byggt í innskot að sunnanverðu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið og kallar eftir nýrri skráningartöflu.
6. Hvoll lóð nr. 12, aðstöðuhús.
Erindi nr. 1808011. Oddný Jósefsdóttir kt. 170653–4249 sækir með erindi mótteknu 7. ágúst 2018 um leyfi til að setja upp aðstöðuhús á lóð sinni, Hvoll lóð nr. 12. Málið var áður á dagskrá 25. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa og er nú lagt fyrir með breyttum teikningum og breyttri notkun í samræmi við bókun þess fundar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Fundi slitið – kl. 12:00