1. Lækjarhvammur, íbúðarhús.
Erindi nr. 1806064. Indriði Karlsson, f.h. Herdísar Einarsdóttur, kt. 290559-5459, leggur inn nýja teikningu af íbúðarhúsinu í Lækjarhvammi. Um er að ræða endurbyggingu og lagfæringu á eldra húsnæði. Ef farið verður í gluggaskipti skal reikna með björgunaropum á svefnherbergjum.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
2. Hvoll lóð nr. 19, frístundahús.
Erindi nr. 1901044. Aðalheiður Jóna Birgisdóttir, kt. 140263-2069 og Guðjón Gíslason, kt. 091260-5579, sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð sinni Hvoll lóð nr. 19. Innkomnir uppfærðir aðaluppdrættir eftir Gísla G. Gunnarsson byggingarfræðing.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
3. Melavegur 7, bílgeymsla.
Erindi nr. 1810019. Magnús Atli Pétursson, kt. 290187-3549, sækir með erindi mótteknu 16. október 2018, um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóð sinni Melavegi 7. Bætt er við snyrtingu og hurð á suðurhlið bílageymslu. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Þorvald E. Þorvaldsson. Hönnunarstjóri er Ingvar Gýgjar Sigurðsson. Málið áður á dagskrá 31. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
4. Bakkatún 11, íbúðarhús.
Erindi nr. 1810030. Valgerður Kristjánsdóttir, kt. 190865-5259, sækir með erindi dagsettu 17.10.2018, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð sinni Bakkatúni 11. Innkomin teikning móttekin 11. janúar 2019, eftir Harald Árnason, sem sýnir grunnmynd, snið og útlit.
Byggingarfulltrúi fresta erindinu með vísan í athugasemdablað sem sent hefur verið til hönnuðar.
Fundi slitið – kl. 09:00