34.fundur

34.fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn mánudaginn 11. mars 2019 kl. 10:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi

Unnsteinn Ó. Andrésson rekstrarstjóri

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson

1.                 Hlíðarvegur 6, viðbygging við íþróttahús.

Erindi nr. 1611050.  Nýir aðaluppdrættir af viðbyggingu við íþróttahús Hlíðarvegi 6, eftir Bjarna Þór Einarsson, innkomnir 19. febrúar sl. Breytt er flóttaleið af 2.h. þannig að nú er útbúið öruggt svæði í flóttaútgang af 2.h. og hringstigi þaðan niður.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.        Melaafréttur Bláhæð, fjarskiptaskúr og mastur.

Erindi nr. 1801002. Melaafréttur Bláhæð L226320. Neyðarlínan ohf. kt. 511095-2559 sótti með erindi dags. 02.01.2018 um byggingarleyfi fyrir fjarskiptahúsi á Bláhæð. Innkomnar breyttar teikningar þar sem húsið sem er á fyrri teikningum, er ekki það hús sem þar stendur nú. Húsið er 9,26 m2 og hæð masturs er 22 m, samkvæmt meðfylgjandi teikningum nr. 100 og 101 dags. 04.01.2018, breyting A, 19. jan. 2019, frá VGS verkfræðistofu.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.        Bakkatún 4, íbúðarhús.

Erindi nr. 1902021. Luis Augusto F.B. de Aquino, kt. 031284-3769 og Jessica Faustini Aquino kt. 270279-3849, sækja með erindi mótteknu 15. febrúar 2019. Innkomnir aðaluppdrættir á rafrænu formi eftir Þorgeir Jónsson arkitekt.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

4.        Arnarvatn, þjónustuhús veiðifélags.

Erindi nr. 1807006.  Bjarni Þór Einarsson, leggur fyrir hönd Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru, kt. 631097-2199, inn nýja breytta aðaluppdrætti af þjónustuhúsi við Arnarvatn. Einnig fylgja séruppdrættir og greinargerð. Erindið var áður á dagskrá 27. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.        Bakkatún 11, íbúðarhús.

Erindi nr. 1810030.  Valgerður Kristjánsdóttir, kt. 190865-5259, sækir með erindi dagsettu 17.10.2018, um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð sinni Bakkatúni 11. Innkomin teikning móttekin 11. janúar 2019, eftir Harald Árnason, sem sýnir grunnmynd, snið og útlit.

Byggingarfulltrúi fresta erindinu með vísan í athugasemdablað sem sent hefur verið til hönnuðar.

 

Fundi slitið – kl. 10:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?