1. Grundartún 14, bílskúr.
Erindi nr. 2004005. Eigendur Grundartúns 14 sækja um endurnýjun á eldra leyfi til byggingar
bílskúrs á lóðinni. Innkomnir aðaluppdrættirnir á rafrænu formi þann 2. júní sl.
Hönnunarstjóri er Ingvar Gýgjar Sigurðarson byggingartæknifræðingur, kt. 020649-2409, sem
jafnframt er hönnunarstjóri.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
2. Víðidalstunga 2b, einbýlishús.
Erindi nr. 2004034. Guðmundur St. Sigurðsson, kt. 261253-2409, sækir með erindi mótteknu
20. apríl sl. um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið Víðidalstungu 2B, Fasteignarnúmer 2220732.
Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir eftir Stefán Árnason byggingafræðing, kt. 020346-4269.
Stækkunin er 48,2 m2 og stærð hússins eftir stækkun verður 109,3 m2. Innkomnir nýir
uppdrættir 2. júní sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
3. Brekkugata 10, bílskúr breytt í íbúð.
Erindi nr. 2001051. Sólborg Dóra Eðvalsdóttir, kt. 240139-4569, sækir með erindi mótteknu
29.10.2020, um leyfi til að innrétta íbúð í bílskúr á lóð sinni Brekkugötu 10. Skipulags- og
umhverfisráð gaf leyfi til að innrétta bílgeymsluna sem íbúð eftir jákvæða niðurstöðu
grenndarkynningar. Innkomin teikning af íbúðinni, eftir Daníel Karlsson. Einnig er sýnd
grunnmynnd sem sýnir möguleika á að skipta svefnherbergi í tvö herbergi með léttum vegg.
Byggingarfulltrúi samþykkir íbúðina en gerir þann fyrirvara að útbúa þarf björgunarop á
svefnherbergi í SV horni.
Fundi slitið – kl. 16:40