1. Staðarskáli N1, viðbygging og breyting á innra skipulagi.
Erindi nr. 2102047. Guðrún Ragna Yngvadóttir, kt. 220482-3599, sækir fyrir hönd N1 ehf, kt. 411003-3370, um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og viðbyggingu við kæli í austurhorni. Borist hafa breyttir uppdrættir á rafrænu formi.
Byggingarfulltrúi samþykkir aðaluppdrættina.
2. Efri-Þverá IIA, íbúðarhús, breyting á gluggum.
Erindi nr. 2102043. Tilkynnt hefur verið af Ingibjörgu G. Geirsdóttur, kt. 221258-5419, að til standi að skipta út gluggum og hurðum í íbúðarhúsinu Efri-Þverá, L228030, mhl. 01 & 02. Innkomnar teikningar sem sýna opnanleg fög sem uppfylla kröfur til BO.
Byggingarfulltrúi samþykkir fyrirhugaðar breytingar á gluggum.
3. Teigagrund 1, nýtt íbúðarhús.
Erindi nr. 2103052. Einþór Skúlason, kt. 090461-5249 og Ólína Sófusdóttir, kt. 200960-5249, sækja með erindi dagsettu 23.03.2021, um leyfi til að byggja einbýlishús með bílgeymslu úr timbri, á lóð sinni Teigagrund 1, Laugarbakka. Innkomnir aðaluppdrættir 29.03.2021.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.
4. Ægissíða, breyting á íbúðarhúsi og geymslu.
Erindi nr. 2103060. Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, kt. 310166-4729 og Einar Torfi Finnsson, kt. 130865-3809, sækja fyrir hönd Ö16 ehf, kt. 581116-0550 um leyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi og geymslu á Ægissíðu, L144594. Meðfylgjandi eru uppdrættir á rafrænu formi, eftir Sigurð U. Sigurðsson verkfræðing.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en leggja þarf inn uppdrætti gerða af löggiltum hönnuði. Sjá meðfylgjandi athugasemdablað.
5. Kolþernumýri, stækkun sólstofu.
Erindi nr. 2103022. Höskuldur Hilmarsson, kt. 030558-3919 og Guðjóna Valdimarsdóttir, kt. 010636-2059, send inn tilkynningu um framkvæmd. Um er að ræða sólstofu við sumarhús. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en leggja þarf inn uppdrætti gerða af löggiltum hönnuði. Einnig þarf að skila inn skráningartöflu.
Fundi slitið – kl. 09:50
_________________________________ _________________________________
Jóhannes Kári Bragason Ólafur Jakobsson