64. fundur

64. fundur afgreiðslufunda Byggingarfulltrúa haldinn miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 11:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Jóhannes Kári Bragason slökkviliðsstjóri.

Skúli Húnn Hilmarsson varamaður byggingarfulltrúa.

Starfsmenn

Ólafur Jakobsson byggingarfulltrúi.

Skúli Húnn Hilmarsson varamaður byggingarfulltrúa.

Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson.

1. Hrútatunga Rofahús, nýbygging.

Erindi nr. 2104053. Mannvit, kt. 430572-0169, sækir fyrir hönd Landnets, kt. 580804-2410, þann 13.04.2021, um leyfi til að byggja tengivirkisbygginu á lóð sinni Hrútatungu lóð, L180672. Innkomnir aðaluppdrættir. Á lóðinni er nú spennistöð, mhl 01.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið með fyrirvara um að teikningar verði leiðréttar hvað varðar merkingu matshluta. Á lóðinni er nú spennistöð, mhl 01. Yfirlitsblað skráningartöflu á einnig að vera á aðaluppdrætti.

2. Kollsá 1A, geymsluskúr, nýbygging.

Erindi nr. 2104036. Steinar Karlsson, kt. 240448-4919, sækir um byggingarleyfi fyrir geymsluskúr á lóðinni Kollsá 1A., L226298, mhl. 03. Fyrir á lóðinni eru fjós og hlaða, mhl. 01 & 02. Skúrinn er byggður við hlöðuna. Innkomnar teikningar eftir Einar Daníel Karlsson, kt. 200554-5589.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

3. Arnarvatnsheiði, þjónustumiðstöð.

Erindi nr. 1807006 Bjarni Þór Einarsson, kt. 310348-2449, sækir fyrir hönd Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru, kt. 631097-2199, með erindi dagsettu 04.07.2018, um leyfi til að byggja þjónustuhús úr timbri á Arnarvatnsheiði, L186503. Innkomnir aðaluppdrættir 29.03.2021, eftir Bjarna Þór Einarsson.

Byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdablað.

4. Ægissíða, breyting á íbúðarhúsi og geymslu.

Erindi nr. 2103060. Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, kt. 310166-4729 og Einar Torfi Finnsson, kt. 130865-3809, sækja fyrir hönd Ö16 ehf, kt. 581116-0550 um leyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi og geymslu á Ægissíðu, L144594. Húsið er í notkunarflokki 3. Innkomnir aðaluppdrættir dagsettir 27.04.2021, eftir Sigurð U. Sigurðsson verkfræðing.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5. Teigagrund 1, einbýlishús með bílgeymslu.

Erindi nr. 2103052. Einþór Skúlason, kt. 090461-5249 og Ólína Sófusdóttir, kt. 200960-5249, sækja með erindi dagsettu 23.03.2021, um leyfi til að byggja einbýlishús með bílgeymslu úr timbri, á lóð sinni Teigagrund 1, Laugarbakka. Innkomnir nýir aðaluppdrættir 26.04.2021. Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Til staðar þarf að vera læstur skápur fyrir hættuleg efni s.s. þvotta- og hreinsiefni.

Fundi slitið – kl. 12:20

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?