1157. fundur

1157. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 7. nóvember 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2210045 Tilnefning fulltrúa í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 3. Lögð fram beiðni frá Landsneti um tilnefningu fulltrúa í verkefnaráð Holtavörðuheiðarlínu 3. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þorleif Karl Eggertsson og Magnús Magnússon í ráðið og Unni Valborgu Hilmarsdóttur til vara.
  2. Ársfundur náttúruverndarnefnda. Lagt fram til kynningar.
  3. Umsagnarbeiðni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Mál í Samráðsgátt stjórnvalda, nr. 208/2022. Umsagnarfrestur er til 14. nóvember 2022. Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:

Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir stuðningi við tillögu þá sem fyrir liggur um flutning verkefna Innheimtustofnunar sveitarfélaga til sýslumannsins á Blönduósi. Þar hefur byggst upp mikil þekking og góð reynsla af innheimtumálum sem nýtist vel í innheimtu meðlagsgreiðslna. Byggðarráð óskar eftir því að hluti þeirra starfa sem kunna að skapast á Norðurlandi vestra við breytinguna verði staðsettur á Hvammstanga. Með því mætti leysa skort á þjónustu sýslumanns í Húnaþingi vestra. Húsnæði er nú þegar fyrir hendi sem nýtt hefur verið fyrir mánaðarlegar heimsóknir fulltrúa sýslumanns og einnig er glæsilegt skrifstofusetur til staðar.

Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að senda hana inn í Samráðsgátt stjórnvalda.

4.  Umsögn um þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Áður á dagskrá 1155. fundar. Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:

Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir stuðningi við tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Löngu tímabært er að leggja mat á núverandi kerfi og hvernig það þjónar hagsmunum íbúa landsins sem best þegar hamfarir eiga sér stað.

Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

5.  Rekstrarstjóri kemur til fundar við ráðið og fer yfir stöðu framkvæmda. Byggðarráð þakkar Birni Bjarnasyni rekstrarstjóra fyrir greinargóða yfirferð á stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Bætt á dagskrá:

6.  Ársreikningur Húnasjóðs fyrir árið 2021.

Byggðarráð samþykkir ársreikning Húnasjóðs fyrir árið 2021 og undirritar ársreikninginn því til staðfestingar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:44.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?