1164. Fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 23. janúar 2023 kl. 14:00 Ráðhús.
Fundarmenn
Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.
Starfsmenn
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.
Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- Reglur um skólaakstur. Lögð fram drög að reglum um skólaakstur í Húnaþingi vestra með áorðnum breytingum. Byggðarráð vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar en leggur til breytingu á forgangi viðbótarhópa í skólaakstri þannig að nemendur í leikskóla hafi forgang fram yfir nemendur í dreifnámi.
- Útleiga á skólastjórabústað Barnaskólans á Reykjum. Byggðarráð samþykkir samhljóða að leigja Andra Steini Guðjónssyni og Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur skólastjórabústað Barnaskólans á Reykjum frá og með 1. apríl 2023.
- 9 mánaða uppgjör ársins 2022. Bráðabirgðauppgjör fyrstu 9 mánaða ársins 2022 lagt fram til kynningar. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.
- Beiðni um stækkun lóðar smábýlisins að Eyri. Lögð fram beiðni Jóhanns Albertssonar og Kolbrúnar Grétarsdóttur um stækkun lóðar smábýlisins að Eyri til austurs. Svæðið er í skipulagsferli, vegna breytingar innan þéttbýlis á Hvammstanga í aðalskipulagi 2014 - 2026. Byggðarráð frestar afgreiðslu þar til skipulagsferlinu er lokið en bendir beiðendum á að senda inn athugasemd við skipulagið þar sem fram kemur ósk þeirra um lóðina.
- Fundargerð 89. stjórnarfundar SSNV frá 10. janúar 2023 lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:33.