Afgreiðslur:
Björn Bjarnason rekstrarstjóri og Tryggvi Þór Logason umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu koma til fundar kl.14:03. Tryggvi Þór í gegnum fjarfundabúnað.
1. Fulltrúi EFLU verkfræðistofu kemur til fundar og kynnir útboðsgögn fyrirhugaðs sorpútboðs. Tryggvi fór yfir helstu atriði útboðsgagnanna. Byggðarráð þakkar Tryggva greinargóða yfirferð.
Tryggvi Þór vék af fundi kl. 15:08.
2. Rekstrarstjóri kemur til fundar. Björn Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir stöðu helstu framkvæmda og verkefna framundan. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.
Björn vék af fundi kl. 16:26.
3. 2301048 Boð á XXXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Húnaþings vestra verða Þorleifur Karl Eggertsson oddviti og Magnús Magnússon formaður byggðarráðs.
4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2301035 917. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. janúar 2023.
b. 2301040 449. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 20. janúar 2023.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:34.