1166. Fundur

1166. Fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:
1. Fulltrúi forsvarsmanna skógarplöntuverkefnis á Laugarbakka kemur til fundar við byggðarráð. Björn Líndal gerði grein fyrir verkefninu. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð og lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið.
Björn Líndal kom til fundar kl. 14:02 og vék af fundi kl. 14:40.

2. 2302001 Ársskýrsla Brunavarna Húnaþings vestra fyrir árið 2022 og æfingaáætlun fyrir árið 2023. Lagt fram til kynningar.

3. 2302006 Fundarboð á félagsfund Veiðifélags Víðidalsár. Fundurinn verður haldinn 12. febrúar nk. Friðrik Már Sigurðsson varaformaður byggðarráðs verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fer með atkvæðisrétt þess.

4. 2302007 Erindi frá meistaraflokksráði Kormáks/Hvatar. Í erindinu óskar ráðið eftir því að handhafar árskorts meistaraflokksráðsins fái frítt í sund í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra í tengslum við heimaleiki sumarið 2023, gegn framvísun árskorts. Byggðarráð samþykkir beiðnina samhljóða.
Einnig óskar ráðið eftir ræktarkorti í Íþróttamiðstöð fyrir leikmenn félagsins á tímabilinu 10. febrúar 2023 til 1. október 2023. Byggðarráð frestar afgreiðslu og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um beiðnina.

5. 2302009 Fundargerð 918. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 27. janúar 2023. Lögð fram til kynningar.

6. 2302010 Minnisblað um bekkjakort á Hvammstanga og Laugarbakka ásamt kortum af bekkjum sem eru nú þegar á báðum stöðum. Einnig eru gerðar tillögur að hvar æskilegt væri að bæta við bekkjum og í hvaða forgangi þegar fjármagn leyfir samkvæmt fjárhagsáætlun. Lagt er til að kortin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til athugasemda og ábendinga í 14 daga. Byggðarráð þakkar hópnum sem vann að verkefninu fyrir vel unnin störf og samþykkir að kortin verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.

Bætt á dagskrá:
7. Hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta. Frá árinu 1957 hafa hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta skipað stóran sess í menningarlífi sveitarfélagsins. Frá upphafi hefur Ingibjörg Pálsdóttir staðið að framkvæmd hátíðarinnar ásamt fjölskyldu sinni og ýmsum félagasamtökum. Á síðasta ári var 65. árið sem hátíðin var haldin og tilkynnti Ingibjörg þá að það væri í síðasta skiptið sem hún stæði fyrir henni. Þar sem hátíðarhöldin hafa verið mikilvægur þáttur í samfélaginu mun sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að svo megi verða áfram. Samið hefur verið við Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra um að taka að sér framkvæmd hátíðarinnar í ár ásamt því að sauma nýja búninga sem koma eiga í stað þeirra sem voru orðnir lúnir eftir 65 ára notkun og eru nú komnir til varðveislu Verslunarminjasafnsins á Hvammstanga.
Byggðarráð færir Ingibjörgu Pálsdóttur bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf sitt við hátíðarhöld á sumardaginn fyrsta í gegnum áratugina auk þeirra fjölmörgu sem að þeim hafa komið.

8. Uppsögn á starfi. Jóhannes Kári Bragason hefur sagt upp störfum sem slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra. Byggðarráð þakkar Jóhannesi Kára fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í viðtakandi verkefnum. Sveitarstjóra er falið að leggja drög að auglýsingu um starfið og leggja fyrir næsta fund.

Fundargerð upplesin og samþykkt.   Fundi slitið kl. 15:19.

Var efnið á síðunni hjálplegt?