Afgreiðslur:
1. 2201047 Skýrsla um stjórnsýsluskoðun Húnaþings vestra 2022. Lögð fram til kynningar.
2. 2211008 Kæra vegna álagningar fjallskila jarðarinnar Flatnefsstaða. Sveitarstjóra er falið að afla gagna og svara kærunni í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
3. 2303030 Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Lagt fram til kynningar.
4. 2303017 Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 31. mars nk. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri situr fundinn fyrir hönd sveitar-félagsins og fer með atkvæðisrétt.
5. 2303026 Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Miðfirðinga sem fram fer 30. mars nk. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs situr fundinn fyrir hönd sveitar-félagsins og fer með atkvæðisrétt.
6. 2303031 Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru sem fram fer 28. mars nk. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs situr fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fer með atkvæðisrétt.
7. 2303034 Fundarboð á eigendafund Byggðasafns Húnvetninga og Stranda-manna sem fram fer 18. apríl nk. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri situr fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og fer með atkvæðisrétt.
8. 2303033 Reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Lögð fram drög að uppfærðum reglum um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra ásamt minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í meginatriðum felast breytingarnar í seinkun á skilafresti umsókna til 15. júlí ár hvert og skýrari ákvæðum um styrki til þeirra sem eru í hlutastörfum hjá sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2303018 91. fundar stjórnar SSNV frá 7. mars 2023.
b. 2303019 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 17. febrúar 2023.
10. Umsagnarbeiðnir:
a. 2303010 Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál. Umsagnarfrestur til 14. mars 2023. Byggðarráð vísar til umsagnar sinnar sem samþykkt var á 1153. fundi ráðsins þann 17. október 2022.
b. 2303012 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsgreiningar (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Umsagnarfrestur til 17. mars 2023. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
c. 2303013 Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn haturs-orðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Umsagnarfrestur til 23. mars 2023. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
d. 2303014 Frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál. Umsagnarfrestur til 23. mars 2023. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
e. 2303016 Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. Umsagnarfrestur til 23. mars 2023. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
Bætt á dagskrá.
11. Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:05.