1177. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. maí 2023 kl. 14:00 Ráðhús.
Fundarmenn
Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.
Starfsmenn
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.
Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- 2305008 Bréf frá stjórn Vina íslenskrar náttúru þar sem vakin er athygli á margháttuðum áhrifum skógræktar á umhverfið og mikilvægi þess að vandað verði til skipulags skógræktar með langtímasjónarmið í huga. Byggðarráð þakkar Vinum íslenskrar náttúru ábendingarnar og tekur undir meginsjónarmið þau sem fram koma í bréfinu.
- 2305010 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. Umsagnarfrestur til 17. maí 2023. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga áður en metið verður hvort umsögn verði veitt.
- 2305011 Umsókn um lóðina Grundartún 2. Elínborg Sigurgeirsdóttir sækir um lóðina Grundartún 2. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Grundartúni 2 til Elínborgar Sigurgeirsdóttur.
- 2305013 Starf flugklasans Air 66N, 1. október 2022 til 30. apríl 2023. Skýrsla lögð fram til kynningar.
- 2305015 Ársskýrsla stjórnar Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir árið 2022. Lögð fram til kynningar. Byggðarráð þakkar stjórn Félags eldri borgara greinagóða skýrslu sem sýnir glöggt metnaðarfullt starf félagsins í sveitarfélaginu.
- 2305018 Erindi frá Húsfélaginu Höfðabraut 6 vegna uppsetningar á póstboxi. Byggðarráð leggst ekki gegn beiðni Póstsins um uppsetningu á póstboxi við suðurgafl Höfðabrautar 6.
- 2305019 Erindi frá Pílufélagi Hvammstanga þar sem óskað er framlengingar á leigusamningi félagsins og sveitarfélagsins um leigu á aðstöðu á neðri hæð Félagsheimilisins Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að leigja Pílufélaginu aðstöðu til eins árs frá lokum gildandi leigusamnings með sömu skilmálum og þar koma fram.
- 2305020 Bókun sveitarstjórnar Strandabyggðar þar sem fram koma kveðjur til íbúa og sérstakar hluttekningarkveðjur til þeirra sem urðu fyrir áföllum vegna riðusmita. Byggðarráð þakkar hlýjar kveðjur.
- 2305021 Beiðni um afslátt af húsaleigu Félagsheimilisins Hvammstanga. Hljómsveitin Áramót óskar eftir afslætti á leigu á Félagsheimilinu vegna balls fyrir ungmenni þann 16. júní nk. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.
- 2305022 Erindi frá SSNV vegna ungmennaþings þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa á þingið sem halda á í haust. Byggðarráð vísar tilnefningu fulltrúa til ungmennaráðs.
- 2305025 Erindi frá Húsfélaginu Höfðabraut 6 vegna lyftu. Í erindinu er tilboð í uppsetningu lyftu í húsið ásamt skiptingu á eignarhlut eigenda. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir eigendafundi til umræðu um málið.
- 2305026 Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. Bréfið er sent á öll sveitarfélög á landinu. Í því koma fram áherslur nefndarinnar við eftirlit á árinu 2023 samkvæmt starfsáætlun.
- 2305033 Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja. Fyrsti ársfjórðungur 2023. Elín Jóna Rósinberg kynnir milliuppgjör eftir fyrstu þrjá mánuði ársins, en framkvæmdaráð hefur þegar tekið það fyrir á fundi sínum þann 15. maí. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:15.