1177. fundur

1177. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. maí 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.


Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2305008 Bréf frá stjórn Vina íslenskrar náttúru þar sem vakin er athygli á margháttuðum áhrifum skógræktar á umhverfið og mikilvægi þess að vandað verði til skipulags skógræktar með langtímasjónarmið í huga. Byggðarráð þakkar Vinum íslenskrar náttúru ábendingarnar og tekur undir meginsjónarmið þau sem fram koma í bréfinu.
  2. 2305010 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. Umsagnarfrestur til 17. maí 2023. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga áður en metið verður hvort umsögn verði veitt.
  3. 2305011 Umsókn um lóðina Grundartún 2. Elínborg Sigurgeirsdóttir sækir um lóðina Grundartún 2. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Grundartúni 2 til Elínborgar Sigurgeirsdóttur.
  4. 2305013 Starf flugklasans Air 66N, 1. október 2022 til 30. apríl 2023. Skýrsla lögð fram til kynningar.
  5. 2305015 Ársskýrsla stjórnar Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra fyrir árið 2022. Lögð fram til kynningar. Byggðarráð þakkar stjórn Félags eldri borgara greinagóða skýrslu sem sýnir glöggt metnaðarfullt starf félagsins í sveitarfélaginu.
  6. 2305018 Erindi frá Húsfélaginu Höfðabraut 6 vegna uppsetningar á póstboxi. Byggðarráð leggst ekki gegn beiðni Póstsins um uppsetningu á póstboxi við suðurgafl Höfðabrautar 6.
  7. 2305019 Erindi frá Pílufélagi Hvammstanga þar sem óskað er framlengingar á leigusamningi félagsins og sveitarfélagsins um leigu á aðstöðu á neðri hæð Félagsheimilisins Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir að leigja Pílufélaginu aðstöðu til eins árs frá lokum gildandi leigusamnings með sömu skilmálum og þar koma fram.
  8. 2305020 Bókun sveitarstjórnar Strandabyggðar þar sem fram koma kveðjur til íbúa og sérstakar hluttekningarkveðjur til þeirra sem urðu fyrir áföllum vegna riðusmita. Byggðarráð þakkar hlýjar kveðjur.
  9. 2305021 Beiðni um afslátt af húsaleigu Félagsheimilisins Hvammstanga. Hljómsveitin Áramót óskar eftir afslætti á leigu á Félagsheimilinu vegna balls fyrir ungmenni þann 16. júní nk. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.
  10. 2305022 Erindi frá SSNV vegna ungmennaþings þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa á þingið sem halda á í haust. Byggðarráð vísar tilnefningu fulltrúa til ungmennaráðs.
  11. 2305025 Erindi frá Húsfélaginu Höfðabraut 6 vegna lyftu. Í erindinu er tilboð í uppsetningu lyftu í húsið ásamt skiptingu á eignarhlut eigenda. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir eigendafundi til umræðu um málið.
  12. 2305026 Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar. Bréfið er sent á öll sveitarfélög á landinu. Í því koma fram áherslur nefndarinnar við eftirlit á árinu 2023 samkvæmt starfsáætlun.
  13. 2305033 Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja. Fyrsti ársfjórðungur 2023. Elín Jóna Rósinberg kynnir milliuppgjör eftir fyrstu þrjá mánuði ársins, en framkvæmdaráð hefur þegar tekið það fyrir á fundi sínum þann 15. maí. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:15.

Var efnið á síðunni hjálplegt?