Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
1. Rekstrarstjóri kemur til fundar. Björn Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.
2. 2305030 Niðurstaða útboðs á vinnu við vatnslögn frá Hvammstanga að Laugarbakka. Eftirtalin tilboð bárust:
Lægstbjóðendur hafa sagt sig frá verkinu. Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Gunnlaugs Agnars Sigurðssonar upp á kr. 48.469.400 í verkið.
3. 2305036 Niðurstaða verðkönnunar vegna snjómoksturs árin 2023-2026.
Eftirfarandi tilboð bárust í snjómokstur á Hvammstanga:
a. Tilboð frá Gunnlaugi Agnari Sigurðssyni
i. Vélamaður á klst. kr. 6.050, snjómokstur gatna.
ii. Vél á klst. kr. 10.206, snjómokstur gatna.
iii. Samtals kr. 16.250 m. vsk.
iv. Vélamaður á klst. kr. 6.050, snjómokstur gangstétta.
v. Vél á klst. kr. 8.500, snjómokstur gangstétta.
vi. Samtals kr. 14.550 m. vsk.
vii. Heildartala 30.800 m. vsk.
b. Tilboð frá Kristjáni Ársælssyni
i. Vélamaður á klst. kr. 7.000, snjómokstur gatna.
ii. Vél á klst. kr. 8.680, snjómokstur gatna.
iii. Samtals kr. 15.680 m. vsk.
iv. Vélamaður á klst. kr. 7.000, snjómokstur gangstétta.
v. Vél á klst. kr. 5.000, snjómokstur gangstétta.
vi. Samtals kr. 12.000 m. vsk.
vii. Heildartala 27.680 m. vsk.
c. Tilboð frá Aðaltaki slf.
i. Vélamaður á klst. kr. 9.658, snjómokstur gatna.
ii. Vél á klst. kr. 11.677, snjómokstur gatna.
iii. Samtals kr. 21.335 m. vsk.
iv. Vélamaður á klst. kr. 9.658, snjómokstur gangstétta.
v. Vél á klst. kr. 8.804, snjómokstur gangstétta.
vi. Samtals kr. 18.462 m. vsk.
vii. Heildartala 39.797 m. vsk.
d. Tilboð frá Ingibirni Gunnarssyni
i. Vélamaður á klst. kr. 6.100, snjómokstur gatna.
ii. Vél á klst. kr. 18.000, snjómokstur gatna.
iii. Samtals kr. 24.100 m. vsk.
iv. Vélamaður á klst. kr. 6.100, snjómokstur gangstétta.
v. Vél á klst. kr. 3.000, snjómokstur gangstétta.
vi. Samtals kr. 9.100 m. vsk.
vii. Heildartala 33.200 m. vsk.
Eftirfarandi tilboð bárust í snjómokstur á Laugarbakka:
e. Tilboð frá Gunnlaugi Frosta Guðmundssyni
i. Vélamaður á klst. kr. 7.142.
ii. Vél á klst. kr. 12.100.
iii. Samtals 19.242 m. vsk.
f. Tilboð frá Sigtryggi Sigurvaldasyni
i. Vélamaður á klst. kr. 6.200.
ii. Vél á klst. kr. 13.640.
iii. Samtals 19.840 m. vsk.
g. Tilboð frá Kristjáni Ársælssyni
i. Vélamaður á klst. kr. 7.000.
ii. Vél á klst. kr. 12.000.
iii. Samtals 19.000 m. vsk.
h. Tilboð frá Ingibirni Gunnarssyni
i. Vélamaður á klst. kr. 6.100.
ii. Vél á klst. kr. 14.000.
iii. Samtals 20.100 m. vsk.
Að undangengnu mati á tækjakosti samþykkir byggðarráð að ganga að tilboði Kristjáns Ársælssonar í snjómokstur á Hvammstanga, heildarverð kr. 27.680 m. vsk. á klst. og tilboði Kristjáns Ársælssonar í snjómokstur á Laugarbakka, heildarverð kr. 19.000 m. vsk. á klst.
Björn Bjarnason vék af fundi kl. 15:04.
4. 2305037 Fundargerð eigendafundar Byggðasafnsins á Reykjum þann 18. apríl 2023. Lögð fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þorgrím Guðna Björnsson sem aðalmann í stjórn Byggðasafnsins og Sigríði Ólafsdóttur til vara. Byggðarráð samþykkir jafnframt framlagðan þjónustusamning um rekstur Byggðasafnsins á Reykjum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5. 2305038 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál. Umsagnarfrestur til 26. maí 2023. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
Bætt á dagskrá:
6. Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál. Áður á dagskrá 1177. fundar.
Lögð fram eftirfarandi tillaga að umsögn:
Einn af hornsteinum sjálfsstjórnarvalds sveitarfélaga er skipulagsvaldið. Með því frumvarpi sem hér er lagt fram er að mati byggðarráðs Húnaþings vestra vegið alvarlega að því valdi. Með frumvarpinu eru umráð yfir skipulags- og byggingamálum við tilteknar aðstæður færð frá sveitarfélagi til Skipulagsstofnunar að fenginni beiðni frá Vinnumálastofnun. Sveitarfélög eru þar með orðin umsagnaraðilar í slíkum málum. Að mati byggðarráðs er með frumvarpinu skapað hættulegt fordæmi til framtíðar í skipulags- og byggingamálum. Sveitarfélögum er engu að síður fært það hlutverk að tilkynna nærliggjandi lóðarhöfum um breytingarnar sem er fráleitt miðað við það veigalitla hlutverk sem þeim er ætlað í ferlinu að öðru leyti.
Auk framangreindra annmarka bendir byggðarráð á að með frumvarpinu eru starfsmenn skipulags- og byggingafulltrúa hjá sveitarfélögunum, ásamt starfsmönnum eldvarnaeftirlits og heilbrigðiseftirlits settir í þá stöðu að vinna gegn þeim reglum sem í gildi hafa verið um langt árabil. Þannig er þeim gert að vinna gegn eigin vitneskju og samvisku með því að taka ábyrgð á að setja fólk í afar viðkvæmri stöðu í húsnæði sem mögulega er ófullnægjandi.
Byggðarráð gerir á engan hátt lítið úr þeirri erfiðu stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál flóttamanna og hælisleitenda. Lausn vandans getur þó ekki falist í að safna þessum viðkvæma hópi fólks saman í húsnæði sem fáir létu bjóða sér og um leið brjóta á grundvallarrétti sveitarfélaga til að fara með skipulagsvald.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:22.