1180. fundur

1180. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 5. júní 2023 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

1.  Fífusund 3, sala eignar í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2023. Byggðarráð samþykkir sölu á húseigninni Fífusundi 3 í því ástandi sem hún er. Ráðið samþykkir einnig drög að auglýsingu og felur sveitarstjóra birtingu hennar.

2.  2302037 Brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Húnaþings vestra fyrir árin 2023-2027. Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.  Fundargerðir:
a.
2305043 926. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí 2023. Lögð fram til kynningar. 
b.2306001 927. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. maí 2023. Lögð fram til kynningar.

 Bætt á dagskrá:
 4. Ráðning slökkviliðsstjóra. Byggðarráð samþykkir ráðningu Vals Freys Halldórssonar í starf slökkviliðsstjóra tímabundið til eins árs frá 1. október 2023.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:44.

Var efnið á síðunni hjálplegt?