Afgreiðslur:
Magnús Vignir Eðvaldsson vék af fundi kl. 14:01.
- 2306002 Tillaga að styttingu vinnuviku kennara skólaárið 2023-2024. Áður á dagskrá 1181. fundar. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu sem felur í sér að stytting er tekin út á þremur fyrirfram ákveðnum dögum yfir skólaárið og tveimur að eigin vali í samræmi við reglur þar um. Þeim tilmælum er beint til skólastjórnenda að leita allra leiða til að lágmarka kostnað við afleysingar vegna styttingarinnar.
Magnús Vignir Eðvaldsson kom til fundar að nýju kl. 14:09.
2. 2308018 Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra. Áður á dagskrá 1185. fundar. Drög áætlunarinnar voru sett í opið samráð á heimasíðu Húnaþings vestra með umsagnarfresti til 28. ágúst 2023. Engar umsagnir bárust. Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3. 2308038 Umsókn um lóðina Höfðabraut 32. Dictum ræsting ehf. sækir um lóðina Höfðabraut 32. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Höfðabraut 32 til Dictum ræstingar ehf.
4. 2308039 Bréf frá Ámundakinn með ósk um þátttöku í aukningu hlutafjár félagsins vegna kostnaðar við endurbætur vegna mygluvandamála í stærstu fasteign félagsins á Blönduósi. Byggðarráð afþakkar boð um kaup á nýjum hlutum í Ámundakinn.
5. 2308096 Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar 2023. Um er að ræða beiðni frá Áfangastaðastofu Norðurlands um endurskilgreiningu forgangsverkefna Áfangastaðaáætlunar Norðurlands. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu þar sem forgangsverkefnin eru í meginatriðum þau sömu og skilgreind voru árið 2020.
6. 2309001 Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024. Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2024.
7. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. 2308030 Fundargerð 96. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 8. ágúst 2023.
b. 2308035 Fundargerð 97. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 21. ágúst 2023.
c. 2308034 Fundargerð 455. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 18. ágúst 2023.
d. 2308097 Fundargerð Fjallskiladeildar Bæhreppinga frá 27. ágúst 2023.
Bætt á dagskrá:
8. 2308016 Útboð sorphirðu. Sveitarstjóri greindi frá niðurstöðu útboðs um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Húnaþingi vestra, Skagaströnd og Skagabyggð og helstu ábendingum ráðgjafa við framkomin tilboð. Greining á tilboðum stendur enn yfir. Byggðarráð telur sér ekki unnt að taka afstöðu til framkominna tilboða innan frests, sem samkvæmt útboðsskilmálum er til 11. september n.k. Sveitarstjóra er falið að óska eftir því við bjóðendur að þeir framlengi tilboð sín til 25. september, með vísan til 4. mgr. 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.
9. Starfsmannamál, fært í trúnaðarbók.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:01.