1191. fundur

1191. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 2. október 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

 

1.

Erindi frá leikskólastjóra - 2309046

 

Lagðar fram hugmyndir leikskólastjóra varðandi ýmis mál í rekstri skólans. Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

 

   

2.

Reglur Skagafjarðar um notendasamninga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 382018 - 2309048

 

Um er að ræða endurnýjun gildandi reglna í kjölfar nýs samnings við Skagafjörð sem leiðandi sveitarfélags í málefnum fatlaðs fólks. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

   

3.

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra. Ósk um viðræður um að Húnaþing vestra leggi félaginu til húsnæði fyrir starfsemi félagsins - 2309055

 

Byggðarráð þakkar Félagi eldri borgara erindið. Sveitarstjóra er falin þátttaka í umræðum um húsnæðismál félagsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

   

4.

Boð á haustfund Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra 25. október 2023 - 2309056

 

Sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum.

 

   

5.

Umsókn um almenna leiguíbúð - 2308004

 

Byggðarráð samþykkir leigu á íbúðinni að Gilsbakka 5 á Laugarbakka til Ingibjargar Ölmu Benjamínsdóttur til tveggja mánaða frá og með 2. október.

 

   

6.

Niðurstöður Umhverfisdags leik-, grunn og tónlistarskóla - 2309080

 

Byggðarráð þakkar nemendum Grunnskóla Húnaþings vestra frumkvæðið að umhverfisdeginum. Afrakstur dagsins er ekki bara fallegra umhverfi heldur fjöldi tillagna frá unga fólkinu í sveitarfélaginu. Snúa tillögurnar að því hvernig við getum gert betur í umhverfismálum og viðfangsefnum þeim tengdum en ekki síður hvernig við getum þjónustað unga fólkið í sveitarfélaginu betur. Einhverjar tillagnanna eru þegar í vinnslu, aðrar krefjast nokkurs undirbúnings en allar eru þær mikilvægar. Sveitarstjóra er falið að funda með fulltrúum nemenda grunnskólans til að fá frekari upplýsingar og til að upplýsa um stöðu mála.

 

   

7.

Beiðni Faghóps 3 í Rammaáætlun um fund vegna tilhögunar virkjunarkosts R4311A. Hrútavirkjun - 2309087

 

Óskað er eftir að fundinn sitji sveitarstjóri, fulltrúi meirihluta og fulltrúi minnihluta. Byggðarráð leggur til að faghópurinn komi til fundar við ráðið. Sveitarstjóra er falið að finna hentugan fundartíma.

 

   

8.

Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um réttlát græn umskipti, 3. mál - 2309079

 

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

 

   

9.

Fundargerð 933. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. september 2023 - 2309071

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fundargerðin upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:13.

Var efnið á síðunni hjálplegt?