1.
|
Endurskoðuð stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi - 2312045
|
|
Áður á dagskrá 1201. fundar byggðarráðs þar sem samþykkt var að setja stefnuna í samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Var það gert með umsagnarfresti til 24. janúar 2024. Engar umsagnir bárust. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
|
|
|
|
2.
|
Úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa - 2401066
|
|
Lagt fram til kynningar bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem tilkynnt er um vinnu við úttekt á starfsemi og framtíðarfyrirkomulagi náttúrustofa á landinu. Húnaþing vestra er aðili að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Byggðarráð leggur áherslu á að náttúrustofurnar verði efldar til að þær geti staðið að staðbundnum rannsóknum og vöktunarverkefnum á landsbyggðunum.
|
|
|
|
3.
|
Nýting á kvenfélagsgarðinum Bjarkarási - 2401061
|
|
Lagt fram erindi frá Kvenfélaginu Björk varðandi nýtingu á kvenfélagsgarðinum Bjarkarási. Í því kemur fram að Kvenfélagið er tilbúið til að setja reitinn í hendurnar á sveitarfélaginu til umsjónar og nýtingar í þágu Leikskólans Ásgarðs. Byggðarráð þakkar Kvenfélaginu þá miklu vinnu sem félagskonur hafa lagt í garðinn um langt árabil og samþykkir að taka við garðinum í samræmi við framangreind skilyrði. Sveitarstjóra er falið að vinna að útfærslu á nýtingu garðsins í samráði við verkefnisstjóra umhverfismála og leikskólastjóra og leggja fyrir byggðarráð.
|
|
|
|
4.
|
Boðun Hafnasambandsþings 2024 - 2401070
|
|
Lagt fram til kynningar boð á Hafnarsambandsþing 2024 sem haldið verður í Hofi á Akureyri 24. - 25. október 2024.
|
|
|
|
5.
|
Barnaskólinn Reykjum vegna lagfæringa ofl. - 2401074
|
|
Lögð fram beiðni forstöðumanns safna í Húnaþingi vestra um afnot af hluta Barnaskólans á Reykjum undir geymslur fyrir safngripi Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Fékk safnið styrk frá Safnasjóði til lagfæringa á húsinu til að það geti staðist kröfur sem til geymsluhúsnæðis eru gerðar, kr. 3 milljónir. Byggðarráð tekur vel í erindið en felur sveitarstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum frá forstöðumanni safna áður en ákvörðun er tekin.
|
|
|
|
6.
|
Verðtilboð í heildarhönnun arkitekta og landslagsarkitekta á áningar og útsýnissvæði við Hvítserk - 2401082
|
|
Lagt fram verðtilboð frá Nordic Office of Architecture ehf. í heildarhönnun arkitekta og landslagsarkitekta á áningar- og útsýnissvæði við Hvítserk. Húnaþing vestra hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við landeiganda en í það fékkst 15 millj. kr. styrkur úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Skv. 11. gr. innkaupareglna sveitarfélagsins skal viðhafa verðfyrirspurn þegar áætlað virði vöru- og þjónustusamninga er á bilinu 3-15,5 millj. og verksamninga sem eru á verðbilinu 6-49 millj. Í samræmi við það var gerð verðfyrirspurn um verkið. Voru Nordic Office of Architecture ehf. með lægsta verðið af þeim svörum sem bárust við verðfyrirspurn og er landeigandi samþykkur því að fela þeim verkið. Byggðarráð samþykkir verðtilboð Nordic Office of Architecture ehf. í heildarhönnun á áningar- og útsýnissvæði við Hvítserk og felur sveitarstjóra undirritun samnings þar um. Heildarfjárhæð samningsins er 14,3 millj. án vsk. Tengiliður sveitarfélagsins við verkkaupa er Jón Rafnar Benjamínsson.
|
|
|
|
7.
|
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - 2401090
|
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir framboðum og/eða tilnefningum í stjórn sjóðsins.
|
|
|
|
8.
|
Samningur um Umdæmisráð barnaverndar - 2402004
|
|
Lagður fram til kynningar samningur um rekstur umdæmisráða Landsbyggða sem Húnaþing vestra gerðist aðili að í lok árs 2022. Samningurinn gildir til 31. desember 2027.
|
|
|
|
9.
|
Fundargerð 460. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 15. janúar 2024 - 2401077
|
|
Lögð fram til kynningar.
|
|
|
|
10.
|
Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um barnaverndarlög (endurgreiðslur) mál nr. 629. Umsagnarfrestur til 14. febrúar 2024 - 2402001
|
|
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
|
|
|
|
11.
|
Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), mál nr. 521. Umsagnarfrestur til 15. febrúar 2024 - 2402002
|
|
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
|
|
|
|