1208. fundur - Byggðaráð

1208. fundur - Byggðaráð byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 18. mars 2024 kl. 14:00 Ráðhúsinu.

Fundarmenn

Magnús Magnússon, formaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir

1.

Ósk um breytingu á aðalskipulagi 2014-2026 - 2403007

 

Lagt fram bréf frá Höfðabraut ehf. með beiðni um breytingu á aðalskipulagi. Byggðarráð heimilar að hafin verði vinna við breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 -2026 á lóð Höfðabrautar 27 á Hvammstanga. Fyrirhuguð breyting snýr að breyttri notkun lóðar úr Iðnaðarlóð (I-2) í verslunar- og þjónustulóð (VÞ). Byggðaráð metur fyrirhugaðar breytingar á gildandi aðalskipulagi óverulegar og telur að ekki sé ástæða til meðferðar skv. 30. - 32. gr. skipulagslaga. Breyting þessi mun ekki hafa mikil áhrif á aðliggjandi íbúa né umhverfið í kring. Skipulagsbreytingin er í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Byggðaráð vill árétta við umsækjanda að skv. gjaldskrá sem tók gildi þann 1. janúar 2024 er innheimt gjald fyrir aðkeypta vinnu vegna breytinga á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

2.

Umsókn um lóð - 2403008

 

Hoffell ehf., ásamt Borgarskjóli ehf. og Júlíusi Þór Júlíussyni, sækir um lóðina Lindarveg 1. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lindarvegi 1 til Hoffells ehf., Borgarskjóls ehf. og Júlíusar Þórs Júlíussonar.

 

   

Magnús Vignir Eðvaldsson vék af fundi kl. 14:10.

3.

Beiðni um framlengingu á launalausu leyfi - 2403015

 

Lögð fram beiðni Ásgeirs H. Aðalsteinssonar um framlengingu á launalausu leyfi. Byggðarráð hafnar beiðninni með vísan í 2. gr. reglna um veitingu launalausra leyfa þar sem segir: Leyfi skal að jafnaði ekki veitt til lengri tíma en 12 mánaða. Sama starfsmanni sé almennt ekki veitt endurtekið leyfi nema sérstakar fjölskylduástæður eða nám réttlæti það og hagsmunir sveitarfélagsins mæli ekki gegn því.

Magnús Vignir Eðvaldsson kom til fundar að nýju kl. 14:14.

 

 

 

   

4.

Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 - 2403028

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

Beiðni lögreglustjórans á Norðurlandi vestra um svæðisbundið samstarf - Öruggara Norðurland vestra - 2403027

 

Lögð fram beiðni um þátttöku Húnaþings vestra í svæðisbundnu samstarfi gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að betri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Byggðarráð samþykkir þátttöku í samstarfinu enda felist ekki í því fjárhagsleg skuldbinding. Sveitarstjóra er falið að undirrita samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

   

6.

Boð á aðalfund Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru - 2403024

 

Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru sem fara á fram laugardaginn 23. mars 2024 í Laxahvammi. Magnús Magnússon, formaður byggðarráðs verður fulltrúi sveitarfélagins á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

 

   

7.

Boð á aðalfund Veiðifélags Miðfirðinga - 2403035

 

Lagt fram boð á aðalfund Veiðifélags Miðfirðinga sem fara á fram föstudaginn 22. mars 2024 í Laxahvammi. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagins á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

 

   

8.

Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga - 2403037

 

Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna áskorunar um breytingar á gjaldskrám í tengslum við kjarsamninga. Í því kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að gjaldskrárlækkanir verði afturvirkar. Einnig kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að breytingarnar nái til gjaldskráa sem lögum samkvæmt eiga að standa undir kostnaði við viðkomandi þjónustu eins og t.d. gjaldskrár fráveitu, vatnsveitu og meðhöndlun úrgangs. Þá er ekki átt við endurskoðun á álagningu skatta þ.e. fasteignaskatts og útsvars.

 

   

9.

Fundargerð 104. fundar stjórnar SSNV, 5. mars 2024 - 2403026

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Bætt á dagskrá:

10.

Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra - 2403040

 

Lagður fram viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Í viðaukanum er kveðið á um að gildistími samningsins framlengist um eitt ár og verði út árið 2024 í stað út árið 2023. Engar aðrar breytingar eru gerðar. Kemur viðaukinn til vegna úttektar á starfsemi náttúrustofa sem fram fer á árinu í tengslum við endurnýjun samninga um rekstur stofanna. Byggðarráð samþykkir viðaukann.

Var efnið á síðunni hjálplegt?