1210. fundur

1210. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. apríl 2024 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon, formaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri,
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

 

Elín Lilja Gunnarsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

Elín Jóna Rósinberg vék af fundi kl. 14:01.

1.  

Tilboð í Engjabrekku - 2403069

 

Tilboð í jörðina Engjabrekku voru opnuð þann 26. mars 2024.
Þrjú tilboð bárust:
Frá Ásmundi Ingvarssyni, kr. 8.111.111.-
Frá Lofti Sveini Guðjónssyni, kr. 10.200.000.-
Frá Þórarni Inga Ólafssyni, kr. 4.150.000.-
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda. Byggðarráð veitir Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra, kt. 160673-3119, fullt og ótakmarkað umboð til að selja fyrir hönd Húnaþings vestra jörðina Engjabrekku fastanr. 2134708. Umboðið nær til undirritunar allra nauðsynlegra skjala vegna sölu á framangreindri eign.

Elín Jóna Rósinberg kom aftur til fundar kl. 14:15.

 

   

2.  

Þjónustustefna Húnaþings vestra - 2403070

 

Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra með tillögu að vinnulagi við gerð þjónustustefnu Húnaþings vestra í samræmi lög nr. 96/2021 sem kveða á um að sveitarfélög skuli setja sér þjónustustefnu fyrir byggðir og byggðarlög sveitarfélags. Byggðarráð samþykkir tillöguna sem gengur út á að þjónustustefna verði samþykkt samhliða fjárhagsáætlun ársins 2025 í nóvember 2024. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.

 

   

3.  

Bjarmahlíð, þjónustumiðstöð fyrir þolendur, styrkbeiðni - 2404082

 

Lögð fram beiðni stjórnarformanns Bjarmahlíðar. Ekki er unnt að verða við beiðninni á árinu 2024 en henni er vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2025.

 

   

4.  

Slagorð Húnaþings vestra - 2403060

 

Lögð fram niðurstaða könnunar á tillögum að slagorði fyrir Húnaþing vestra. Lagðar voru fram fimm tillögur sem fram komu í íbúakönnun sem unnin var haustið 2023. Tillögurnar voru:
Húnaþing vestra - allt til alls
Húnaþing vestra - heimkynni hamingjunnar
Húnaþing vestra - höfðingi heim að sækja
Húnaþing vestra - lifandi samfélag
Húnaþing vestra - þar sem gott er að vera
Flest atkvæði í könnuninni fékk tillagan Húnaþing vestra - lifandi samfélag.
Byggðarráð samþykkir að Húnaþing vestra - lifandi samfélag verði slagorð sveitarfélagsins.

 

   

5.  

Launagreining 2023 - 2404084

   
 

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir niðurstöðu launagreiningar fyrir árið 2023. Er greiningin hluti af úttekt jafnlaunavottunar sem nú stendur yfir. Byggðarráð þakkar sviðsstjóra greinargóða yfirferð.

 

   

6.  

Beiðni um skipan í starfshóp - 2404086

 

Lögð fram beiðni Félags eldri borgara í Húnaþing vestra um að sveitarfélagið skipi aðila í starfshóp með það hlutverk að vinna að uppbyggingu lífsgæðakjarna fyrir eldri borgara á Miðtúnsreit á Hvammstanga. Byggðarráð fagnar framtakinu og skipar Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra, í starfshópinn.

 

   

7.  

Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 25. mars 2024 - 2404077

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

8.  

Umsagnarbeiðni um málefni aldraðra (réttur til sambúðar), mál nr. 138, umsagnarfrestur til 8. apríl 2024. - 2403064

 

Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

Bætt á dagskrá:

 

   

9.  

Árseikningur Húnaþings vestra 2023 - 2404000

 

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir drög að ársreikningi sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja fyrir árið 2023. Byggðarráð samþykkir ársreikninginn og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:35.

Var efnið á síðunni hjálplegt?