1221. fundur

1221. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 26. ágúst 2024 kl. 14:30 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Magnús Magnússon, formaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri,
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
 
 
1. Umsókn um námsstyrk – 2407019
Dagrún Sól Barkardóttir starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra óskar eftir styrk til MT-náms til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra grunnskólans vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2024-2025 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
 
2. Umsókn um námsstyrk – 2407018
Viktor Ingi Jónsson starfsmaður Grunnskóla Húnaþings vestra óskar eftir styrk til MT-náms til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra grunnskólans vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2024-2025 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
 
3. Umsókn um stofnframlag vegna íbúðaruppbyggingar að Norðurbraut 15 - 2408018
Lögð fram umsókn um stofnframlag Húnaþings vestra vegna íbúðauppbyggingar að Norðurbraut 15 í samvinnu við Brák íbúðafélag. Um er að ræða átta íbúða hús til útleigu. Heildarumfang verkefnisins er kr. 400.887.071 og framlag Húnaþings vestra 12% eða kr. 48.106.449. Húnaþing vestra mun fjármagna sinn hlut með opinberum gjöldum og sölu eigna í samræmi við tillögur starfshóps um fasteignir, jarðir og lendur í eigu sveitarfélagsins sem samþykkt var á 371. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 14. september 2023.
 
Byggðarráð samþykkir umsóknina og felur Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra að skila umsókninni inn. Sveitarstjóra er jafnframt falið að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við framangreint.
 
4. Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja, annar ársfjórðungur 2024. - 2308025
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti milliuppgjör eftir fyrstu sex mánuði ársins, en framkvæmdaráð fór yfir það á fundi sínum þann 26. ágúst. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.
 
5. Forsendur fjárhagsáætlunar 2025 - 2408023
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir tillögur að helstu forsendum fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2025, ásamt 3ja ára áætlun.
 
Byggðarráð samþykkir framlagðar tillögur.
 
6. Skipulag vinnu fjárhagsáætlunar 2025 - 2408023
Lögð fram tillaga Unnar Valborgar Hilmarsdóttur sveitarstjóra og Elínar Jónu Rósinberg sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinnulagi við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.
 
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.
 
7. Fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands frá 15. ágúst 2024 - 2408017
Lögð fram til kynningar.
 
8. Fundargerð samráðsfundar Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra um almenningssamgöngur. - 2408004
Lögð fram til kynningar.
 
9. Landbúnaðarráð - 212 - 2407005F
Fundur haldinn 14. ágúst. Fundargerð í 6 liðum. Formaður byggðarráðs kynnti.
 
 
9.1 2407037 - Samantekt um ágangsmál
 
9.2 2408005 - Fyrirkomulag gæsaveiða í Húnaþingi vestra haustið 2024
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
9.3 2407055 - Fyrirkomulag rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra haustið 2024
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
9.4 2408006 - Veiðieftirlit vegna gæsa- og rjúpnaveiða haustið 2024
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
9.5 2407062 - Greinargerð fjallskiladeildar Miðfirðinga vegna heiðargirðinga 2023
9.6 2407063 - Greinargerð fjallskiladeildar Víðdælinga vegna heiðargirðinga 2023
 
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
 
10. Fræðsluráð - 247 - 2407003F
Fundur haldinn 21. ágúst. Fundargerð í 5 liðum. Formaður fræðsluráðs kynnti.
10.1 2402057 - Skóladagatal leikskóla 2024-2025
10.2 2407066 - Íþrótta- og tómstundamál 24-25
10.3 2407065 - Forvarnaáætlun Norðurlands vestra
10.4 2407064 - Starfsáætlun fræðsluráðs 24-25
10.5 2401004 - Helstu verkefni Fjölskyldusviðs frá síðasta fundi 2024
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:07.
Var efnið á síðunni hjálplegt?