1. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna framtíðar verkefnisins Flugklasinn Air 66N - 2410030
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna verkefnisins Flugklasinn Air N66.
Óskað er fjárstuðnings við verkefnið. Því miður er ekki hægt að verða við beiðninni.
2. Minnisblað um garðslátt á opnum svæðum sveitarfélagsins - 2410033
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um útboð á garðslætti.
Byggðarráð samþykkir að garðsláttur opinna svæða í sveitarfélaginu verði boðinn út fyrir sumarið 2025 til þriggja ára með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Sveitarstjóra er falið að hafa umsjón með útboðinu.
3. Minnisblað til fjárlaganefndar Alþingis vegna skeldýraræktar - 2410041
Samráðshópur um skeldýrarækt óskar eftir að Húnaþing vestra eigi aðild að minnisblaði til fjárlaganefndar Alþingis þar sem óskað er fjárframlaga úr ríkissjóði til að byggja upp kræklingarækt á Íslandi.
Byggðarráð samþykkir aðild að minnisblaðinu og felur sveitarstjóra undirritun þess.
4. Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli - 2407056
Lögð fram drög að samningi við Mílu vegna loka á verkefni um lagningu ljósleiðara í Húnaþingi vestra.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Bætt á dagskrá:
5. Uppsögn á starfi - 2410055
Lögð fram uppsögn Kristins Arnars Benjamínssonar á starfi leikskólastjóra við Leikskólann Ásgarð.
Byggðarráð þakkar Kristni Arnari fyrir vel unnin störf sem leikskólastjóri. Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið og hafa umsjón með ráðningarferlinu í samstarfi við ráðningastofu.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:44.