1. Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024 - 2411020
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að upphæð kr. 0.
Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2024:
00 - Útsvar
Álagning kr. -13.000.000
01 - Jöfnunarsjóður
Framlög kr. -35.259.000
02 - Félagsþjónusta
Seld þjónusta kr. 2.100.628
Laun og launatengd gjöld kr. -2.982.592
Aðkeypt þjónusta kr. 1.175.000
Húsaleigubætur kr. -1.002.816
Málefni fatlaðs fólks kr. 44.955.000
Tækjakaup kr. 105.000
04 - Fræðslu-og uppeldismál
Tekjur kr. 3.400.000
Laun og launatengd gjöld kr. -16.618.958
Aðkeypt þjónusta kr. 8.050.000
Minniháttar tæki kr. 2.200.000
05 - Menningarmál
Minniháttar tæki kr. 551.000
06 - Æskulýðs-og íþróttamál
Laun og launatengd gjöld kr. -1.725.523
Minniháttar tæki kr. 100.000
07 - Brunamál og almannavarnir
Minniháttar tæki kr. 3.305.000
09 - Skipulagsmál
Minniháttar tæki kr. 70.000
10 - Umferðar-og samgöngumál
Aðkeypt þjónusta kr. 17.220.000
11 - Umhverfismál
Laun og launatengd gjöld kr. -3.420.770
13 - Atvinnumál
Aðkeypt þjónusta kr. 203.000
21 - Sameiginlegur kostnaður
Laun og launatengd gjöld kr. -3.129.389
Tekjur kr. -2.210.765
Aðkeypt þjónusta kr. 3.180.000
Minniháttar tæki kr. 3.650.000
Önnur vörukaup kr. 500.000
31 - Eignasjóður
Aðkeypt þjónusta kr. 950.000
Minniháttar tæki kr. 400.000
43 - Vatnsveita
Vörukaup kr. 2.000.000
Aðkeypt þjónusta kr. 3.500.000
57 - Félagslegar íbúðir
Húsaleiga kr. 2.360.000
82 - Reykjaeignir
Viðhald fasteigna kr. 7.500.000
2190 - Ófyrirséð kr. -28.124.815
Kostnaður vegna málefna fatlaðs fólks hefur verið íþyngjandi fyrir rekstur sveitarfélagsins það sem af er ári.
Lífskjarasamningar hafa haft þau áhrif að almennt verða launahækkanir ársins lægri en upphaflega var gert ráð fyrir með það að markmiði að ná niður vöxtum og verðbólgu í landinu. Í endurskoðaðri launaáætlun er gert ráð fyrir að þau stéttarfélög sem enn eiga ósamið við Samband íslenskra sveitarfélaga, semji á sömu forsendum og þeir kjarasamningar sem þegar hafa verið undirritaðir. Lífskjarasamningarnir hafa m.a. haft þau áhrif að frá og með haustönn greiða foreldrar barna í grunnskóla ekki fyrir skólamáltíðir. Í viðauka þessum lækka tekjur grunnskólans um 12,2 milljónir króna vegna þessa.
Aðkeypt þjónusta ársins hækkar nokkuð, m.a. vegna ráðningarferla og nauðsynlegra endurbóta við stofnanir sveitarfélagsins m.a. vegna öryggis-og aðgangsmála.
Tjón varð á loftpressu á slökkvistöð sem nauðsynlegt er að endurnýja.
Langvarandi skerðing á viðhaldi gatna leiddi til viðhaldsframkvæmda sem ekki var séð fyrir í upphafi árs, auk þess sem kostnaður vegna rofs á vegi niður við höfn er um 5 milljónir króna. Jafnframt fer snjómokstur verulega fram úr áætlun, m.a. vegna hærri reikninga frá Vegagerðinni vegna helmingamoksturs auk þess sem kostnaður vegna moksturs gangstétta var vanmetinn í upphaflegri fjárhagsáætlun.
Óvæntar bilanir hafa orðið hjá Vatnsveitunni sem skýra ástæðu viðauka þessa, en leki kom m.a. upp í lögnum frá Mjóadal og Grákollu.
Óvænt viðhald hefur komið upp hjá Reykjaeignum.
Auknum útgjöldum vegna framlagðs viðauka er mætt með auknum tekjum, en bæði útsvar og framlög Jöfnunarsjóðsins verða hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Jafnframt er gengið á ófyrirséðan kostnað sem upphaflega var áætlaður 30 milljónir króna fyrir árið 2024.
Samhliða framlagningu viðauka er lagt fram málaflokkayfirlit sem sýnir áhrif viðaukans á einstaka málaflokka.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024 - 2411021
Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að upphæð kr. 14.500.000.
Lögð er til eftirfarandi breyting á fjárhagsáætlun ársins 2024:
Eignasjóður
Slökkvibifreiðar kr. 12.000.000
Félagslegar íbúðir
Endurbætun íbúða Nestúni kr. 2.500.000
Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár.
Nauðsynlegt er að endurnýja bílaflota Brunavarna Húnaþings vestra. Fjárfesta þarf í tveimur bílum en á móti verða tveir bíla seldir, en með þessum breytingum verður viðbragð slökkviliðsins bætt til muna og þar með öryggi íbúa sveitarfélagsins. Beiðni slökkviliðstjóra var samþykkt á 1224. fundi byggðarráðs og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála-og stjórnsýslusviðs var á sama fundi falið að undirbúa gerð viðauka.
Framkvæmdir í Nestúni voru umfangsmeiri en upphaflega var búist við.
Samhliða framlagningu viðauka er lagt fram málaflokkayfirlit sem sýnir áhrif viðaukans á einstaka málaflokka.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3. Fjárhagsáætlun 2025 - 2408023
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 fyrir sveitarsjóð og undirfyrirtæki.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4. Styrkumsókn vegna uppsetningar á söngleik - 2410067
Styrkbeiðni frá Leikflokki Húnaþings vestra vegna uppsetningar á söngleiknum Boogie Nights.
Á fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir kr. 200.000 í styrki til leikfélaga, deild 0581. Byggðarráð samþykkir veitingu styrks í samræmi við það, að fjárhæð kr. 200.000, til Leikflokks Húnaþings vestra.
5. Reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna fatlaðs fólks - 2410060
Reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna fatlaðs fólks lagðar fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6. Mannauðsstefna - 2410061
Lögð fram drög að uppfærðri mannauðsstefnu Húnaþings vestra.
Byggðarráð samþykkir að drögin verði sett í samráð meðal starfsmanna sveitarfélagsins.
7. Áskorun til sveitarstjórna á Norðurlandi vestra - 2411004
Lögð fram áskorun til sveitarstjórnarfólks frá fulltrúum kennara og skólastjórnenda á Norðurlandi vestra.
Lagt fram til kynningar.
8. Ósk um afslátt af leigu Félagsheimilisins á Hvammstanga - 2410063
Húnaklúbburinn óskar eftir afslætti á leigu félagsheimilisins á Hvammstanga dagana 26. til 29. nóvember næstkomandi vegna heimsóknar erlendra ungmenna í tengslum við verkefnið Miðnæturljós.
Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga.
9. Ósk um framlengingu á húsaleigusamningi - Garðavegur 20 - 2411011
Weliam Ghanem óskar eftir framlengingu á húsaleigusamningi að Garðavegi 20.
Byggðarráð samþykkir framlengingu leigusamnings vegna íbúðar að Garðavegi 20 nh. til 6 mánaða frá 1. desember 2024 til 31. maí 2025.
10. Styrkumsókn fyrir árið 2025 - 2410064
Lögð er fram styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2025.
Ekki er hægt að verða við styrkbeiðninni.
12. Velferðarnefnd Alþingis - mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - 2411009
Lögð fram beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
13. Velferðarnefnd Alþingis - mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra - 2411008
Lögð fram beiðni velferðarnefndar Alþingis um umsögn um tillögu til þingsályktunar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
11. Ágóðahlutagreiðsla Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands 2024 - 2410058
Lögð fram til kynningar ákvörðun stjórnar Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu til aðildarsveitarfélaga.
Hlutur Húnaþings vestra í ágóðahlutagreiðslu er kr. 476.500.
14. Fundargerð 953. fundar - 2410066
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2024 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynninga.
15. Fundargerð 954. fundar - 2411010
Fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. nóvember 2024 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
16. Fundargerð 466. fundar - 2411012
Fundargerð 466. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 23. október 2024 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
17. Fundargerð 113. fundar stjórnar SSNV 16. september 2024 - 2411019
Fundargerð 113. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 16. september 2024 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
18. Fundargerð 114. fundar stjórnar SSNV 5. nóvember 2024 - 2411018
Fundargerð 114. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 5. nóvember 2024 lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 15:28.