180. Fundur

180. Fundur félagsmálaráðs haldinn miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 10:00 .

Fundarmenn

Sigrún Birna Gunnarsdóttir, formaður, Maríanna Eva Ragnarsdóttir, varaformaður, Sigríður Elva Ársælsdóttir, aðalmaður, Guðmundur Haukur Sigurðsson, aðalmaður og Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði: Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Dagskrá:

  1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi.
  2. Umsóknir um félagslaga liðveislu.
  3. Tillaga að breyttum reglum um félagslega liðveislu.
  4. Önnur mál.

Skýrsla til Hagstofu um félagsþjónustu sveitarfélags árið 2016, Henrike kemur inná fundinn og kynnir skýrsluna.

Afgreiðslur

  1. Lagðar fram afgreiðslur fjölskyldusviðs frá síðasta fundi, sjá trúnaðarbók.
  2. Umsóknir um félagslega liðveislu, sjá trúnaðarbók.

Sigríður Elva vék af fundi undir þessum lið.

3.  Tillaga að breyttum reglum um félagslega liðveislu með tilliti til breyttra reglna á ummönnunarmati TR. Flokkur 1 – 3 eiga rétta á liðsveislu en börn í t.d. 4. flokki ættu ekki rétt á félagslegri liðsveislu. Í þeim hópi eru börn t.d. með Asparger heilkenni, börn með ADHD og fleiri þroskaraskanir. Með þessum breytingum værum við að gera þeim einstaklingum sem heyra í undir 4. flokk tækifæri til að fá stuðning á félagslegan hátt.

4.  Önnur mál.

Henrike kynnti fyrir fundarmönnum skýrslu til Hagstofunnar um félagsþjónustu sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundargerð upplesin og fundi slitið kl: 10:45

Var efnið á síðunni hjálplegt?